Innlent

Ráðgjöf og aðstaða í Matarsmiðju

Afurðir frá Flúðum Staðsetningin ræðst af því að 80 prósent grænmetisframleiðslu á Íslandi eru á Suðurlandi.
fréttablaðið/gva
Afurðir frá Flúðum Staðsetningin ræðst af því að 80 prósent grænmetisframleiðslu á Íslandi eru á Suðurlandi. fréttablaðið/gva
Matís mun opna áttundu starfsstöð sína utan höfuðborgarsvæðisins á fimmtudaginn á Flúðum. Um er að ræða svokallaða matarsmiðju en smiðjur sem þessar hefur Matís byggt upp með góðum árangri á Höfn í Hornafirði og á Egilsstöðum.

Matarsmiðjan er rekin í samstarfi við sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu, Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, Háskólafélag Suðurlands og Háskóla Íslands. Líkt og í öðrum matarsmiðjum Matís er ætlunin að bjóða áhugasömum aðilum um vinnslu á matvörum heima í héraði upp á ráðgjöf og aðstöðu til að þróa vörur í markaðshæft form.

Ljóst er að miklir þróunar- og nýsköpunarmöguleikar eru í þessari framleiðslu, til dæmis hvað varðar nýtingu á afurðum sem falla til í hefðbundinni grænmetisframleiðslu og á grænmeti sem ekki selst.

Auk þess að vinna að ýmsum garðyrkjutengdum verkefnum mun matarsmiðjan á Flúðum aðstoða alla þá aðila sem vilja þróa framleiðslu á matvælum til beinnar sölu heima í héraði. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×