Pistillinn: Að vera sinn eigin besti æfingafélagi Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 7. maí 2011 08:00 Mynd/Arnþór Góður æfingafélagi er gulls ígildi. Best er ef heilbrigð samkeppni ríkir á milli æfingafélaga svo að báðir aðilar þurfi sífellt að vera á tánum og leggja sig fram við æfingar. Góður æfingafélagi ætti líka að veita manni fullan stuðning og hvatningu. Síðast en ekki síst ætti æfingafélaginn að vera skemmtilegur því þegar öllu er á botninn hvolft skiptir mestu máli að það sé gaman að fara á æfingu og að gleðin sé í fyrirrúmi á sama tíma og einbeitingin er 100%. Það er ekki nóg að hafa aðgang að góðum æfingafélaga því það er ekki síður mikilvægt að við séum okkar eigin bestu æfingafélagar. Það skiptir miklu máli hvaða augum við lítum okkur og hvernig við tölum við okkur sjálf. Gefum því gaum hvort við séum sífellt að rífa okkur niður með neikvæðum hugsunum eða hvort við hvetjum okkur áfram. Gleymum við því ef til vill að hrósa sjálfum okkur, gefa okkur klapp á bakið og vera stolt af afrekum okkar? Rétt eins og okkur finnst sjálfsagt að hvetja æfingafélaga okkar áfram þegar á reynir ættum við líka að hvetja okkur sjálf til dáða. Ég reyni að vera minn eigin besti vinur og æfingafélagi því það er sama hvað ég geri, ég losna aldrei við sjálfa mig og hugsanir mínar. Ég sit uppi með sjálfa mig það sem eftir er og hreinlega nenni ekki að hlusta á leiðinlegar athugasemdir og neikvæðar hugsanir. Þetta hugarfar hefur reynst mér sérstaklega vel þegar ég hef verið að glíma við meiðsli. Í stað þess að hata meiðslin og aumingjaskapinn í sjálfri mér, og þannig sparka sífellt í liggjandi manneskju sem reynir að veikum mætti að standa upp, reyni ég að vera þolinmóð og hugsa jákvætt til meiðslanna. Hvort að batinn verður hraðari þori ég ekki að votta fyrir, en bataferlið verður allaveganna bærilegra. Verum okkar eigin bestu vinir og æfingafélagar, við náum ekki árangri nema í fullri samvinnu við okkur sjálf. Íþróttir Pistillinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Góður æfingafélagi er gulls ígildi. Best er ef heilbrigð samkeppni ríkir á milli æfingafélaga svo að báðir aðilar þurfi sífellt að vera á tánum og leggja sig fram við æfingar. Góður æfingafélagi ætti líka að veita manni fullan stuðning og hvatningu. Síðast en ekki síst ætti æfingafélaginn að vera skemmtilegur því þegar öllu er á botninn hvolft skiptir mestu máli að það sé gaman að fara á æfingu og að gleðin sé í fyrirrúmi á sama tíma og einbeitingin er 100%. Það er ekki nóg að hafa aðgang að góðum æfingafélaga því það er ekki síður mikilvægt að við séum okkar eigin bestu æfingafélagar. Það skiptir miklu máli hvaða augum við lítum okkur og hvernig við tölum við okkur sjálf. Gefum því gaum hvort við séum sífellt að rífa okkur niður með neikvæðum hugsunum eða hvort við hvetjum okkur áfram. Gleymum við því ef til vill að hrósa sjálfum okkur, gefa okkur klapp á bakið og vera stolt af afrekum okkar? Rétt eins og okkur finnst sjálfsagt að hvetja æfingafélaga okkar áfram þegar á reynir ættum við líka að hvetja okkur sjálf til dáða. Ég reyni að vera minn eigin besti vinur og æfingafélagi því það er sama hvað ég geri, ég losna aldrei við sjálfa mig og hugsanir mínar. Ég sit uppi með sjálfa mig það sem eftir er og hreinlega nenni ekki að hlusta á leiðinlegar athugasemdir og neikvæðar hugsanir. Þetta hugarfar hefur reynst mér sérstaklega vel þegar ég hef verið að glíma við meiðsli. Í stað þess að hata meiðslin og aumingjaskapinn í sjálfri mér, og þannig sparka sífellt í liggjandi manneskju sem reynir að veikum mætti að standa upp, reyni ég að vera þolinmóð og hugsa jákvætt til meiðslanna. Hvort að batinn verður hraðari þori ég ekki að votta fyrir, en bataferlið verður allaveganna bærilegra. Verum okkar eigin bestu vinir og æfingafélagar, við náum ekki árangri nema í fullri samvinnu við okkur sjálf.
Íþróttir Pistillinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira