United á sögulegum slóðum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. maí 2011 06:00 Darron Gibson skoraði eitt fjögurra marka Manchester United í gær og fagnar því hér með fyrirliðanum John O‘Shea. Nordic Photos / Getty Images Manchester United átti ekki í vandræðum með þýska liðið Schalke í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Liðið vann 4-1 sigur á heimavelli og samanlagt 6-1. Sir Alex Ferguson gat leyft sér að gera átta breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Skipti litlu þótt „varaliðið" léki í gær – yfirburðirnir voru algerir. Antonio Valencia og Darron Gibson – sem átti stórleik – skoruðu mörk United í fyrri hálfleik en Anderson skoraði tvisvar í þeim síðari. Jordao klóraði í bakkann fyrir Schalke, sem átti aldrei möguleika á Old Trafford. Ferguson viðurkenndi eftir leik að hafa velt fyrir sér hvort hann væri að gera mistök með liðsvalinu. „Ég er svo stoltur af strákunum. Þetta var undanúrslitaleikur og ég var ekki viss hvort þetta væri rétt ákvörðun hjá mér í svo mikilvægum leik. En ég er glaður að þetta fór svona vel." Manchester hefur þrisvar orðið Evrópumeistari, fyrst árið 1968 eftir sigur á Eusebio og félögum í Benfica í úrslitaleik sem fór fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum – þar sem úrslitaleikurinn fer einmitt fram í ár. Þetta var tíu árum eftir flugslysið skelfilega í München þar sem átta leikmenn liðsins létust. Matt Busby, stjóri liðsins, lifði slysið af, sem og Bobby Charlton, ein skærasta stjarna félagsins frá upphafi. Þeir fóru fyrir liði United sem vann Evróputitilinn árið 1968, fyrst enskra liða. Charlton skoraði tvívegis í leiknum, sem United vann 4-1. Nú verður andstæðingurinn Barcelona, sem vann allt sem hægt var að vinna fyrir tveimur árum og vill endurheimta titilinn nú. Liðinu hefur verið lýst sem einu því allra besta í knattspyrnusögunni og ljóst er að leikurinn hefur allt til að bera til að fara í sögubækurnar. Ferguson er nú að stýra United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. Hann varð meistari með liðinu árið 1999 og svo aftur árið 2008. Liðið tapaði úrslitaleiknum árið 2009 fyrir Barcelona. „Þetta er frábært fyrir félagið," sagði Ferguson. „Ég hef margoft sagt að við hefðum átt að standa okkur betur í Meistaradeildinni í gegnum árin og ég tel að þetta lið geti unnið titilinn." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira
Manchester United átti ekki í vandræðum með þýska liðið Schalke í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Liðið vann 4-1 sigur á heimavelli og samanlagt 6-1. Sir Alex Ferguson gat leyft sér að gera átta breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Skipti litlu þótt „varaliðið" léki í gær – yfirburðirnir voru algerir. Antonio Valencia og Darron Gibson – sem átti stórleik – skoruðu mörk United í fyrri hálfleik en Anderson skoraði tvisvar í þeim síðari. Jordao klóraði í bakkann fyrir Schalke, sem átti aldrei möguleika á Old Trafford. Ferguson viðurkenndi eftir leik að hafa velt fyrir sér hvort hann væri að gera mistök með liðsvalinu. „Ég er svo stoltur af strákunum. Þetta var undanúrslitaleikur og ég var ekki viss hvort þetta væri rétt ákvörðun hjá mér í svo mikilvægum leik. En ég er glaður að þetta fór svona vel." Manchester hefur þrisvar orðið Evrópumeistari, fyrst árið 1968 eftir sigur á Eusebio og félögum í Benfica í úrslitaleik sem fór fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum – þar sem úrslitaleikurinn fer einmitt fram í ár. Þetta var tíu árum eftir flugslysið skelfilega í München þar sem átta leikmenn liðsins létust. Matt Busby, stjóri liðsins, lifði slysið af, sem og Bobby Charlton, ein skærasta stjarna félagsins frá upphafi. Þeir fóru fyrir liði United sem vann Evróputitilinn árið 1968, fyrst enskra liða. Charlton skoraði tvívegis í leiknum, sem United vann 4-1. Nú verður andstæðingurinn Barcelona, sem vann allt sem hægt var að vinna fyrir tveimur árum og vill endurheimta titilinn nú. Liðinu hefur verið lýst sem einu því allra besta í knattspyrnusögunni og ljóst er að leikurinn hefur allt til að bera til að fara í sögubækurnar. Ferguson er nú að stýra United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. Hann varð meistari með liðinu árið 1999 og svo aftur árið 2008. Liðið tapaði úrslitaleiknum árið 2009 fyrir Barcelona. „Þetta er frábært fyrir félagið," sagði Ferguson. „Ég hef margoft sagt að við hefðum átt að standa okkur betur í Meistaradeildinni í gegnum árin og ég tel að þetta lið geti unnið titilinn."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira