Seðlabankar hækka stýrivexti bráðlega Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 4. maí 2011 16:00 Almennt er búist við að helstu seðlabankar heimsins séu að snúa frá lágvaxtastefnu sinni sem verið hefur við lýði í á þriðja ár í baráttu sinni gegn verðhækkunum á olíu- og matvörumarkaði sem hefur keyrt upp verðbólgu víða um heim. Evrópski seðlabankinn reið á vaðið í nýliðnum mánuði og hækkaði stýrivexti um fjórðung úr prósentustigi. Við það fór vaxtastig úr einu prósenti í 1,25 og hefur það ekki verið hærra í tæp þrjú ár. Helsta ástæðan fyrir vaxtahækkuninni er sú að verðbólga jókst á evrusvæðinu í mánuðinum, fór úr 2,7 prósentum í mars í 2,8 prósent. Það er tæpu prósentustigi yfir verðbólgumarkmiðum evrópska seðlabankans. Vaxtahækkun hefur af sömu ástæðu legið um skeið í loftinu í Bandaríkjunum og Bretlandi, sem bæði flagga lægstu stýrivöxtum í sögulegu tilliti. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir fjármálasérfræðingum í Evrópu að aðstæður séu slíkar á myntsvæðinu að sennilegt sé að vextir verði hækkaðir frekar í næsta mánuði, jafnvel að þeir verði komnir í 1,75 prósent fyrir árslok. Jens Sondergaard, hagfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu Nomura International í London, segir í samtali við fréttastofuna vaxtahækkun geta hamlað því að fasteignamarkaðurinn nái sér á strik eftir dýfu í fjármálakreppunni. „Það hefur dregið úr eftirspurn húsnæðislána. Við teljum að fólk viti ekki í hvorn fótinn það á að stíga," segir hann. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS, varaði nýverið við að aukin verðbólga gæti haft neikvæð áhrif í Asíu, ekki síst á íbúa landanna. Mælt var með því að seðlabankar í álfunni brygðust við með aðhaldssamari fjármálastefnu en fram til þessa hefði tíðkast. Indverjar hafa ekki látið sitt eftir liggja. Seðlabanki landsins hækkaði stýrivexti í gær um hálft prósentustig og fór vaxtastig við það í 7,25 prósent. Breska ríkisútvarpið segir þetta snarpari hækkun en búist hafi verið við. Þetta var níunda stýrivaxtahækkun bankans á rúmu ári og liður í að draga úr þenslu efnahagslífsins. Verðbólga á Indlandi mældist 8,9 prósent í mars. Búist er við að aðgerðin muni draga hagvöxt niður í átta prósent á árinu. Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Almennt er búist við að helstu seðlabankar heimsins séu að snúa frá lágvaxtastefnu sinni sem verið hefur við lýði í á þriðja ár í baráttu sinni gegn verðhækkunum á olíu- og matvörumarkaði sem hefur keyrt upp verðbólgu víða um heim. Evrópski seðlabankinn reið á vaðið í nýliðnum mánuði og hækkaði stýrivexti um fjórðung úr prósentustigi. Við það fór vaxtastig úr einu prósenti í 1,25 og hefur það ekki verið hærra í tæp þrjú ár. Helsta ástæðan fyrir vaxtahækkuninni er sú að verðbólga jókst á evrusvæðinu í mánuðinum, fór úr 2,7 prósentum í mars í 2,8 prósent. Það er tæpu prósentustigi yfir verðbólgumarkmiðum evrópska seðlabankans. Vaxtahækkun hefur af sömu ástæðu legið um skeið í loftinu í Bandaríkjunum og Bretlandi, sem bæði flagga lægstu stýrivöxtum í sögulegu tilliti. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir fjármálasérfræðingum í Evrópu að aðstæður séu slíkar á myntsvæðinu að sennilegt sé að vextir verði hækkaðir frekar í næsta mánuði, jafnvel að þeir verði komnir í 1,75 prósent fyrir árslok. Jens Sondergaard, hagfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu Nomura International í London, segir í samtali við fréttastofuna vaxtahækkun geta hamlað því að fasteignamarkaðurinn nái sér á strik eftir dýfu í fjármálakreppunni. „Það hefur dregið úr eftirspurn húsnæðislána. Við teljum að fólk viti ekki í hvorn fótinn það á að stíga," segir hann. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS, varaði nýverið við að aukin verðbólga gæti haft neikvæð áhrif í Asíu, ekki síst á íbúa landanna. Mælt var með því að seðlabankar í álfunni brygðust við með aðhaldssamari fjármálastefnu en fram til þessa hefði tíðkast. Indverjar hafa ekki látið sitt eftir liggja. Seðlabanki landsins hækkaði stýrivexti í gær um hálft prósentustig og fór vaxtastig við það í 7,25 prósent. Breska ríkisútvarpið segir þetta snarpari hækkun en búist hafi verið við. Þetta var níunda stýrivaxtahækkun bankans á rúmu ári og liður í að draga úr þenslu efnahagslífsins. Verðbólga á Indlandi mældist 8,9 prósent í mars. Búist er við að aðgerðin muni draga hagvöxt niður í átta prósent á árinu.
Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira