Aldarfjórðungur frá slysinu í Tsjernobyl 26. apríl 2011 03:15 Ban ki-Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Viktor Janúkovitsj, forseti Úkraínu, og Yukiya Amano, yfirmaður kjarnorkustofnunar Sameinuðu þjóðanna, fyrir utan kjarnaofninn sem sprakk fyrir aldarfjórðungi. nordicphotos/AFP Heimsbyggðin minnist þess að í dag verður liðinn aldarfjórðungur frá kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl, fjórtán þúsund manna bæ í Úkraínu sem þá tilheyrði Sovétríkjunum. Atburðirnir í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan hafa orðið til að minna enn frekar á þá hættu, sem fylgir nýtingu kjarnorkunnar. Þó eru þeir varla sambærilegir við það sem gerðist í Tsjernobyl. Á miðvikudag hófst alþjóðleg ráðstefna í Úkraínu til þess að safna fé til hreinsunarstarfs í Tsjernobyl, þar sem enn er mikið verk óunnið þótt aldarfjórðungur sé liðinn frá slysinu. Árangur fjársöfnunarinnar olli hins vegar vonbrigðum. Vonast hafði verið til að um 115 milljarðar króna myndu safnast, en þátttakendur ráðstefnunnar, sem voru bæði ríki og stofnanir, gáfu einungis vilyrði fyrir tæplega 70 milljörðum króna. Yukiya Amano, yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, sagði í síðustu viku að hvorki Tsjernobylslysið né atburðirnir í Fukushima nú nýverið dragi úr vægi kjarnorkunnar. Hún verði áfram notuð víða um heim, en alþjóðasamfélagið verði samt að tryggja öryggi hennar.Í Japan gengur baráttan við lekann úr kjarnorkuverinu í Fukushima, sem skemmdist illa í hamförunum í síðasta mánuði, þó enn brösuglega. Japönsk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja betur banni við mannaferðum í 20 kílómetra hringferli umhverfis verið. Á þessu svæði bjuggu nærri 80 þúsund manns í tíu þorpum og bæjum. Í Úkraínu komu tvö þúsund manns, sem unnu að hreinsun eftir slysið þar fyrir aldarfjórðungi, saman um síðustu helgi til að mótmæla því að lífeyrir til þeirra hefur lækkað. Alls voru um 600 þúsund manns sendir til Tsjernobyl víðs vegar að frá Sovétríkjunum til að sinna hreinsunarverkum og bjarga því sem bjargað varð. „Ég var 23 ára þá og sinnti skylduverkum mínum fyrir þjóðina," segir Leonid Lítvínenko, 48 ára gamall maður sem segist nú þurfa að nota helminginn af lífeyri sínum til að kaupa lyf. „Nú er ég öryrki og þjóðin mín hefur varpað mér fyrir borð." gudsteinn@frettabladid.is Tsjernobyl Úkraína Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Heimsbyggðin minnist þess að í dag verður liðinn aldarfjórðungur frá kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl, fjórtán þúsund manna bæ í Úkraínu sem þá tilheyrði Sovétríkjunum. Atburðirnir í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan hafa orðið til að minna enn frekar á þá hættu, sem fylgir nýtingu kjarnorkunnar. Þó eru þeir varla sambærilegir við það sem gerðist í Tsjernobyl. Á miðvikudag hófst alþjóðleg ráðstefna í Úkraínu til þess að safna fé til hreinsunarstarfs í Tsjernobyl, þar sem enn er mikið verk óunnið þótt aldarfjórðungur sé liðinn frá slysinu. Árangur fjársöfnunarinnar olli hins vegar vonbrigðum. Vonast hafði verið til að um 115 milljarðar króna myndu safnast, en þátttakendur ráðstefnunnar, sem voru bæði ríki og stofnanir, gáfu einungis vilyrði fyrir tæplega 70 milljörðum króna. Yukiya Amano, yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, sagði í síðustu viku að hvorki Tsjernobylslysið né atburðirnir í Fukushima nú nýverið dragi úr vægi kjarnorkunnar. Hún verði áfram notuð víða um heim, en alþjóðasamfélagið verði samt að tryggja öryggi hennar.Í Japan gengur baráttan við lekann úr kjarnorkuverinu í Fukushima, sem skemmdist illa í hamförunum í síðasta mánuði, þó enn brösuglega. Japönsk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja betur banni við mannaferðum í 20 kílómetra hringferli umhverfis verið. Á þessu svæði bjuggu nærri 80 þúsund manns í tíu þorpum og bæjum. Í Úkraínu komu tvö þúsund manns, sem unnu að hreinsun eftir slysið þar fyrir aldarfjórðungi, saman um síðustu helgi til að mótmæla því að lífeyrir til þeirra hefur lækkað. Alls voru um 600 þúsund manns sendir til Tsjernobyl víðs vegar að frá Sovétríkjunum til að sinna hreinsunarverkum og bjarga því sem bjargað varð. „Ég var 23 ára þá og sinnti skylduverkum mínum fyrir þjóðina," segir Leonid Lítvínenko, 48 ára gamall maður sem segist nú þurfa að nota helminginn af lífeyri sínum til að kaupa lyf. „Nú er ég öryrki og þjóðin mín hefur varpað mér fyrir borð." gudsteinn@frettabladid.is
Tsjernobyl Úkraína Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira