Þjóðverjar hafa reynst United erfiðir Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. apríl 2011 06:00 Ralf Rangnick stýrði Schalke til sigurs gegn Inter í fjórðungsúrslitunum. Nordic Photos / Bongarts Það ríkir mikil eftirvænting fyrir fyrri undanúrslitaviðureign Schalke og Manchester United í Meistaradeildinni sem fram fer í kvöld í Gelsenkirchen í Þýskalandi. Schalke hefur komið öllum á óvart með frammistöðu sinni í Meistaradeildinni en liðið sló Evrópumeistara Inter út í 8-liða úrslitum. Schalke hefur leikið frábærlega á heimavelli sínum í Meistaradeildinni í vetur og unnið alla sína leiki. Það má því búast við að ferðin til Þýskalands muni reynast lærisveinum Alex Ferguson erfið. Tvisvar áður hefur United fallið úr leik í undanúrslitum fyrir þýsku liði og í fyrra féll liðið úr keppni fyrir Bayern München í 8-liða úrslitum. „Það er meira hungur hjá okkur en þeim. United er mjög skipulagt lið og heilsteyptara en Inter. Hættan stafar ekki aðeins af Wayne Rooney eða Javier Hernandez. Þeir eru með marga sterka leikmenn. Við stefnum ekki að því að ná markalausu jafntefli, við viljum vinna leikinn. Við ætlum að reyna að vinna báða leikina," sagði Ralf Rangnick, þjálfari Schalke. United verður án Dimitars Berbatov í leiknum en hann er frá vegna meiðsla í nára. Berbatov hefur skorað 22 mörk í vetur en hefur misst sæti sitt í liðinu til Javiers Hernandez sem hefur verið sjóðheitur að undanförnu. Lítið hefur gengið hjá Schalke í þýsku deildinni í vetur og er liðið í 10. sæti meðan United er í góðri stöðu með að vinna Englandsmeistaratitilinn. Varnarmaðurinn John O'Shea segir liðið ekki vanmeta Schalke. „Schalke er komið í undanúrslit í Meistaradeildinni og lið sem nær slíkum árangri hlýtur að vera gott. Að liðið hafi skorað svona mörg mörk gegn Inter segir sína sögu. Við verðum að ná útivallarmarki og þá eigum við frábæran möguleika á heimavelli," sagði O'Shea.- jjk Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Það ríkir mikil eftirvænting fyrir fyrri undanúrslitaviðureign Schalke og Manchester United í Meistaradeildinni sem fram fer í kvöld í Gelsenkirchen í Þýskalandi. Schalke hefur komið öllum á óvart með frammistöðu sinni í Meistaradeildinni en liðið sló Evrópumeistara Inter út í 8-liða úrslitum. Schalke hefur leikið frábærlega á heimavelli sínum í Meistaradeildinni í vetur og unnið alla sína leiki. Það má því búast við að ferðin til Þýskalands muni reynast lærisveinum Alex Ferguson erfið. Tvisvar áður hefur United fallið úr leik í undanúrslitum fyrir þýsku liði og í fyrra féll liðið úr keppni fyrir Bayern München í 8-liða úrslitum. „Það er meira hungur hjá okkur en þeim. United er mjög skipulagt lið og heilsteyptara en Inter. Hættan stafar ekki aðeins af Wayne Rooney eða Javier Hernandez. Þeir eru með marga sterka leikmenn. Við stefnum ekki að því að ná markalausu jafntefli, við viljum vinna leikinn. Við ætlum að reyna að vinna báða leikina," sagði Ralf Rangnick, þjálfari Schalke. United verður án Dimitars Berbatov í leiknum en hann er frá vegna meiðsla í nára. Berbatov hefur skorað 22 mörk í vetur en hefur misst sæti sitt í liðinu til Javiers Hernandez sem hefur verið sjóðheitur að undanförnu. Lítið hefur gengið hjá Schalke í þýsku deildinni í vetur og er liðið í 10. sæti meðan United er í góðri stöðu með að vinna Englandsmeistaratitilinn. Varnarmaðurinn John O'Shea segir liðið ekki vanmeta Schalke. „Schalke er komið í undanúrslit í Meistaradeildinni og lið sem nær slíkum árangri hlýtur að vera gott. Að liðið hafi skorað svona mörg mörk gegn Inter segir sína sögu. Við verðum að ná útivallarmarki og þá eigum við frábæran möguleika á heimavelli," sagði O'Shea.- jjk
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira