Innlent

Þetta stóð tæpt

Dreginn að landi Björgunarbátar Landsbjargar aðstoðuðu bátinn til hafnar.Fréttablaðið/anton
Dreginn að landi Björgunarbátar Landsbjargar aðstoðuðu bátinn til hafnar.Fréttablaðið/anton
Lítill grásleppubátur komst í hann krappann úti fyrir Gróttu á Seltjarnarnesi eftir hádegi í gær.

Báturinn fékk í skrúfuna og rak í kjölfarið stjórnlaust að landi.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði á nærstaddan bát, sem brást snöggt við og tókst að draga grásleppubátinn frá landi á síðustu stundu. „Þetta stóð tæpt,“ segir Halldór B. Nellett, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni.

Björgunarbátar Landsbjargar voru sendir á staðinn og tóku bátinn í tog eftir að honum hafði verið bjargað. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór einnig á staðinn. Farið var með bátinn í Reykjavíkurhöfn.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×