Innlent

Vill nafn sitt máð af vefnum

Ragnar Önundarson
Ragnar Önundarson
Ragnar Önundarson, fyrrverandi forstjóri Kreditkorts hf., hefur kvartað til Persónuverndar yfir vefsíðunni Kortasamráð.is og krafist þess að umsjónaraðilum vefjarins verði gert að afmá nafn hans úr gögnum sem þar eru birt. Sambærileg kvörtun hefur verið send Samkeppniseftirlitinu.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Kortaþjónustunni, sem heldur vefsíðunni úti. Þar segist fyrirtækið vera í fullum rétti til að birta gögnin og hyggist rökstyðja það fyrir Persónuvernd.

Á vefsíðunni er að finna gögn úr máli Samkeppniseftirlitsins, þar sem greiðslukortafyrirtækin voru sektuð fyrir ólögmætt samráð sem beindist gegn Kortaþjónustunni. Meðal gagnanna eru tölvupóstssamskipti Ragnars við Halldór Guðbjarnarson, þáverandi forstjóra Visa á Íslandi. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×