Gosrisarnir teiknuðu upp hillurnar hvor fyrir annan 21. apríl 2011 06:00 Svona á að gera þetta Þessi Spaceman-teikning hefur hangið í goskælinum í Hagkaupi á Eiðistorgi. Hún er merkt Ölgerðinni. Eftir að Samkeppniseftirlitið hafði gert húsleit í fyrradag hjá Vífilfelli og Ölgerðinni vegna gruns um ólögmætt samráð kvaðst Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, algjörlega grunlaus um hvað þar byggi að baki. Hjá Vífilfelli virtust menn ögn upplýstari – að minnsta kosti var í yfirlýsingu fyrirtækisins reynt að gera dálitla grein fyrir því um hvað meint brot snerust; uppröðun gosdrykkja í hillur verslana. Það kann að virðast léttvægt – tittlingaskítur mundi einhver segja – en það hvernig vörum er raðað í verslunum, hversu áberandi þær eru og hve mikið pláss þær fá getur haft töluvert að segja fyrir viðskipti. Um þetta hverfast heilu fræðigreinarnar á háskólastigi. Og það sem Samkeppniseftirlitið hefur nú til skoðunar sem mögulegt ólögmætt samráð er í hnotskurn þetta: Um árabil hefur sá háttur verið hafður á að gosdrykkjarisarnir ákveða sjálfir hvernig gosinu og vatnsdrykkjum er raðað í hillur verslana – ekki starfsmenn verslananna. Um þetta fyrirkomulag hafa risarnir tveir á markaðnum – sem jafnan hafa þar verið einráðir – haft með sér samráð. Á því leikur ekki vafi. Vífilfell og Ölgerðin hafa þannig, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, skipt með sér verslunum og skipulagt þar hillumetrana. Þannig hefur til dæmis Vífilfell teiknað upp hillurnar í Melabúðinni – fyrir bæði fyrirtækin – og Ölgerðin í Nóatúni – sömuleiðis fyrir bæði fyrirtækin. Verslanirnar hafa að endingu úrslitavald um það hvað ratar í hillur þeirra og hvernig, en þetta fyrirkomulag hefur fest sig í sessi og verslunum þótt hagræði af, enda hafa ekki aðrir gosdrykkjaframleiðendur verið um hituna síðustu áratugi. Þetta hefur því sparað verslunum rökræður við risana tvo um það hvernig stilla beri upp vörum þeirra. Skipulagið er teiknað í þar til gerðu forriti sem heitir Spaceman og bæði fyrirtæki notast við, og byggist á sölutölum frá AC Nielsen fyrir síðustu tólf mánuði. Það getur, eðli málsins samkvæmt, gert nýliðum á markaði, sem ekkert hafa selt síðustu tólf mánuði, erfitt fyrir. Meðal þeirra eru til dæmis Gosverksmiðjan Klettur og nokkrir vatnsframleiðendur. Ekki hefur beint verið farið með þetta skipulag sem neitt mannsmorð. Alla jafna hangir mynd af því í goskælum verslana, jafnvel merkt öðru hvoru fyrirtækinu. En nú hefur Samkeppniseftirlitið tekið við sér og rannsakar málið sem lögbrot. Fulltrúar stofnunarinnar lögðu hald á talsvert magn gagna hjá báðum fyrirtækjum á þriðjudag og afrituðu tölvupóstsamskipti. Næst þarf að leggjast yfir gögnin og vega þau og meta. Rannsóknin mun, ef að líkum lætur, taka mánuði – jafnvel ár. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Eftir að Samkeppniseftirlitið hafði gert húsleit í fyrradag hjá Vífilfelli og Ölgerðinni vegna gruns um ólögmætt samráð kvaðst Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, algjörlega grunlaus um hvað þar byggi að baki. Hjá Vífilfelli virtust menn ögn upplýstari – að minnsta kosti var í yfirlýsingu fyrirtækisins reynt að gera dálitla grein fyrir því um hvað meint brot snerust; uppröðun gosdrykkja í hillur verslana. Það kann að virðast léttvægt – tittlingaskítur mundi einhver segja – en það hvernig vörum er raðað í verslunum, hversu áberandi þær eru og hve mikið pláss þær fá getur haft töluvert að segja fyrir viðskipti. Um þetta hverfast heilu fræðigreinarnar á háskólastigi. Og það sem Samkeppniseftirlitið hefur nú til skoðunar sem mögulegt ólögmætt samráð er í hnotskurn þetta: Um árabil hefur sá háttur verið hafður á að gosdrykkjarisarnir ákveða sjálfir hvernig gosinu og vatnsdrykkjum er raðað í hillur verslana – ekki starfsmenn verslananna. Um þetta fyrirkomulag hafa risarnir tveir á markaðnum – sem jafnan hafa þar verið einráðir – haft með sér samráð. Á því leikur ekki vafi. Vífilfell og Ölgerðin hafa þannig, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, skipt með sér verslunum og skipulagt þar hillumetrana. Þannig hefur til dæmis Vífilfell teiknað upp hillurnar í Melabúðinni – fyrir bæði fyrirtækin – og Ölgerðin í Nóatúni – sömuleiðis fyrir bæði fyrirtækin. Verslanirnar hafa að endingu úrslitavald um það hvað ratar í hillur þeirra og hvernig, en þetta fyrirkomulag hefur fest sig í sessi og verslunum þótt hagræði af, enda hafa ekki aðrir gosdrykkjaframleiðendur verið um hituna síðustu áratugi. Þetta hefur því sparað verslunum rökræður við risana tvo um það hvernig stilla beri upp vörum þeirra. Skipulagið er teiknað í þar til gerðu forriti sem heitir Spaceman og bæði fyrirtæki notast við, og byggist á sölutölum frá AC Nielsen fyrir síðustu tólf mánuði. Það getur, eðli málsins samkvæmt, gert nýliðum á markaði, sem ekkert hafa selt síðustu tólf mánuði, erfitt fyrir. Meðal þeirra eru til dæmis Gosverksmiðjan Klettur og nokkrir vatnsframleiðendur. Ekki hefur beint verið farið með þetta skipulag sem neitt mannsmorð. Alla jafna hangir mynd af því í goskælum verslana, jafnvel merkt öðru hvoru fyrirtækinu. En nú hefur Samkeppniseftirlitið tekið við sér og rannsakar málið sem lögbrot. Fulltrúar stofnunarinnar lögðu hald á talsvert magn gagna hjá báðum fyrirtækjum á þriðjudag og afrituðu tölvupóstsamskipti. Næst þarf að leggjast yfir gögnin og vega þau og meta. Rannsóknin mun, ef að líkum lætur, taka mánuði – jafnvel ár. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira