Mikilvægt að við drögum úr óvissunni 21. apríl 2011 07:00 Árni páll Hálfur sigur er unninn, segir efnahags- og viðskiptaráðherra sem bíður eftir lánshæfismati Standard & Poor‘s.Fréttablaðið/Stefán „Þetta er gott að sjá, nú er hálfur sigur unninn,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Matsfyrirtækið Moody‘s staðfesti síðdegis í gær lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. Þær eru Baa3/P-3, einu haki fyrir ofan ruslflokk. Horfur eru enn neikvæðar, að mati fyrirtækisins. Beðið hefur verið eftir nýju mati frá matsfyrirtækjunum Moody‘s & Standard & Poor‘s síðan Icesave-samkomulagið var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tæpum hálfum mánuði. Matsfyrirtækið Fitch hefur þegar fært lánshæfismat ríkissjóðs í ruslflokk. Enn er beðið eftir Standard & Poor‘s. Í mati Moody‘s segir að þrátt fyrir að Icesave-samkomulagið hafi verið fellt sé jákvæði þátturinn sá að útlit sé fyrir að stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi fái senn hlutagreiðslu úr þrotabúi gamla Landsbankans. Til viðbótar virðist eignasafn bankans verðmætara en áður var talið. Þá er ekki talið líklegt að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi áhrif á efnahagsáætlun AGS og stjórnvalda þótt fimmta endurskoðun áætlunarinnar muni tefjast. Árni Páll og sendinefnd á vegum íslenskra stjórnvalda fundaði með matsfyrirtækjunum á vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um síðustu helgi. Hann telur að fundirnir hafi hjálpað til og skilað betra mati en útlit var fyrir. „Það er gömul saga og ný að matsfyrirtækjum er illa við óvissu og því mikilvægt að við drögum úr áhættunni. Ef okkur tekst að forðast lækkun lánshæfismatsins ættum við að ná betur utan um hlutina á næstu misserum,“ segir Árni Páll. - jab Fréttir Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
„Þetta er gott að sjá, nú er hálfur sigur unninn,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Matsfyrirtækið Moody‘s staðfesti síðdegis í gær lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. Þær eru Baa3/P-3, einu haki fyrir ofan ruslflokk. Horfur eru enn neikvæðar, að mati fyrirtækisins. Beðið hefur verið eftir nýju mati frá matsfyrirtækjunum Moody‘s & Standard & Poor‘s síðan Icesave-samkomulagið var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tæpum hálfum mánuði. Matsfyrirtækið Fitch hefur þegar fært lánshæfismat ríkissjóðs í ruslflokk. Enn er beðið eftir Standard & Poor‘s. Í mati Moody‘s segir að þrátt fyrir að Icesave-samkomulagið hafi verið fellt sé jákvæði þátturinn sá að útlit sé fyrir að stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi fái senn hlutagreiðslu úr þrotabúi gamla Landsbankans. Til viðbótar virðist eignasafn bankans verðmætara en áður var talið. Þá er ekki talið líklegt að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi áhrif á efnahagsáætlun AGS og stjórnvalda þótt fimmta endurskoðun áætlunarinnar muni tefjast. Árni Páll og sendinefnd á vegum íslenskra stjórnvalda fundaði með matsfyrirtækjunum á vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um síðustu helgi. Hann telur að fundirnir hafi hjálpað til og skilað betra mati en útlit var fyrir. „Það er gömul saga og ný að matsfyrirtækjum er illa við óvissu og því mikilvægt að við drögum úr áhættunni. Ef okkur tekst að forðast lækkun lánshæfismatsins ættum við að ná betur utan um hlutina á næstu misserum,“ segir Árni Páll. - jab
Fréttir Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira