Innlent

Hefði getað sektað fyrir Icesave

Eiríkur Bergmann Einarsson Hefur skrifað skýrslu um Ísland og EES-samninginn fyrir rannsóknarnefnd norska þingsins.Fréttablaðið/GVA
Eiríkur Bergmann Einarsson Hefur skrifað skýrslu um Ísland og EES-samninginn fyrir rannsóknarnefnd norska þingsins.Fréttablaðið/GVA
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur síðustu ár þrýst á um að veita EFTA-dómstólnum samsvarandi heimild og Evrópudómstóllinn hefur gagnvart ESB-ríkjum, þannig að hann geti sektað EES-ríki sem brjóta ákvæði EES-samningsins.

Norðmenn hafa verið þessu samþykkir en Íslendingar staðið á móti.

Þetta kemur fram í Íslandsskýrslu þeirri sem dr. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur gerði fyrir skýrslu norskrar rannsóknarnefndar og blaðið hefur greint frá. Eiríkur hefur þessar upplýsingar eftir ónafngreindum íslenskum embættismönnum.

Hann segir að hefðu þessar hugmyndir náð fram að ganga á sínum tíma hefði það getað þýtt við núverandi aðstæður að íslenska ríkið hefði mátt sekta vegna Icesave, færi það mál fyrir dómstólinn.

„En þar sem við gáfum ekki eftir í þessu máli getur EFTA-dómstóllinn ekki dæmt okkur í fésekt,“ segir Eiríkur.

Norðmenn eru yfirleitt miklu fúsari til að fara að vilja og reglum Evrópusambandsins en Íslendingar, segir einnig í skýrslunni.- kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×