Saka Nýlistasafnið um árás á tjáningarfrelsið 21. apríl 2011 06:30 Fjarlægðu umdeilt verk Stjórn Nýlistasafnsins ákvað, eftir kvörtun bókaútgefanda, að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Listamenn eru afar ósáttir og saka stjórnina um aðför að tjáningarfrelsinu. Fréttablaðið/STefán „Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. Eitt af verkunum sem sýnt er á Nýlistasafninu er „Fallegasta bók í heimi“, sem er í grunninn eintak af bókinni Flora Islandica eftir Eggert Pétursson og Ágúst H. Bjarnason, sem hefur meðal annars verið útötuð í matarleifum. Útgáfufyrirtækið Crymogea, sem gefur út umrædda bók, kvartaði til stjórnar safnsins með þeim rökum að sæmdarréttur höfunda væri brotinn með þessari meðferð. Í tilkynningu segir stjórn Nýlistasafnsins að í verkinu Fallegasta bók í heimi verði að teljast afar líklegt að sæmdarréttur höfunda hafi verið brotinn. Með tilliti til hagsmuna safnsins var því ákveðið að fjarlægja verkið úr safnrýminu, en sýningin standi að öðru leyti óhreyfð. Hannes er afar ósáttur við ákvörðunina og hótar að kæra málið. „Þetta er svívirðileg árás á tjáningarfrelsið, hreint skemmdarverk og með verri dæmum sem maður getur tiltekið í þessum efnum. Ég lít á þetta sem lögreglumál og ef hreyft er við verkinu eða það verður fjarlægt þá mun ég kæra það til lögreglu.“ Umfjöllunarefni sýningarinnar er eins konar uppgjör við hrunið og þjóðarsjálf Íslendinga og segir Hannes að í þessu máli birtist að nokkru leyti eitt það versta í þjóðarsjálfinu og segist ekki muna eftir öðru eins inngripi í listsýningu á seinni árum. Hann þvertekur fyrir að verkið umdeilda hafi brotið á sæmdarrétti bókarhöfunda. „Það þarf ekki að leita lengra en til Andy Warhol og Dieters Roth og þúsunda annarra listamanna á síðustu hundrað árum sem hafa notað fjöldaframleidda hluti sem hráefni í listaverk. Að menn skuli svo hrökkva upp við það núna segir bara á hvaða talibanastigi við erum hér.“ Í ljósi þessarar ákvörðunar stjórnar Nýlistasafnsins hyggjast sýningarstjórarnir færa þann hluta sýningarinnar sem þar er, vestur á Grandagarð þar sem flest verkin eru nú til sýnis. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
„Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. Eitt af verkunum sem sýnt er á Nýlistasafninu er „Fallegasta bók í heimi“, sem er í grunninn eintak af bókinni Flora Islandica eftir Eggert Pétursson og Ágúst H. Bjarnason, sem hefur meðal annars verið útötuð í matarleifum. Útgáfufyrirtækið Crymogea, sem gefur út umrædda bók, kvartaði til stjórnar safnsins með þeim rökum að sæmdarréttur höfunda væri brotinn með þessari meðferð. Í tilkynningu segir stjórn Nýlistasafnsins að í verkinu Fallegasta bók í heimi verði að teljast afar líklegt að sæmdarréttur höfunda hafi verið brotinn. Með tilliti til hagsmuna safnsins var því ákveðið að fjarlægja verkið úr safnrýminu, en sýningin standi að öðru leyti óhreyfð. Hannes er afar ósáttur við ákvörðunina og hótar að kæra málið. „Þetta er svívirðileg árás á tjáningarfrelsið, hreint skemmdarverk og með verri dæmum sem maður getur tiltekið í þessum efnum. Ég lít á þetta sem lögreglumál og ef hreyft er við verkinu eða það verður fjarlægt þá mun ég kæra það til lögreglu.“ Umfjöllunarefni sýningarinnar er eins konar uppgjör við hrunið og þjóðarsjálf Íslendinga og segir Hannes að í þessu máli birtist að nokkru leyti eitt það versta í þjóðarsjálfinu og segist ekki muna eftir öðru eins inngripi í listsýningu á seinni árum. Hann þvertekur fyrir að verkið umdeilda hafi brotið á sæmdarrétti bókarhöfunda. „Það þarf ekki að leita lengra en til Andy Warhol og Dieters Roth og þúsunda annarra listamanna á síðustu hundrað árum sem hafa notað fjöldaframleidda hluti sem hráefni í listaverk. Að menn skuli svo hrökkva upp við það núna segir bara á hvaða talibanastigi við erum hér.“ Í ljósi þessarar ákvörðunar stjórnar Nýlistasafnsins hyggjast sýningarstjórarnir færa þann hluta sýningarinnar sem þar er, vestur á Grandagarð þar sem flest verkin eru nú til sýnis. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira