Pattstaðan í Líbíu dregst á langinn 21. apríl 2011 00:30 Fundað í París Mustafa Abdel Jalil, helsti talsmaður uppreisnarliðsins, tekur í hönd Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands, í gær.nordicphotos/AFP Hörð átök hafa staðið um borgina Misrata, sem uppreisnarmenn hafa haft á valdi sínu. Einnig voru bardagar í fjöllunum skammt frá Túnis, og flúðu þúsundir manna yfir landamærin. Svo virðist sem Múammar Gaddafí, sem stjórnað hefur landinu í fjóra áratugi, leggi mikla áherslu á að ná Misrata á sitt vald. Þar er mikilvæg höfn og borgin er skammt frá höfuðborginni Trípolí, í vesturhluta landsins sem liðsmenn Gaddafís hafa að öðru leyti mestanpart á valdi sínu. Frakkar og Ítalir hafa nú, ásamt Bretum, lofað uppreisnarmönnum í Líbíu aðstoð sem einkum á að felast í hernaðarráðgjöf. Sérfræðingar í hernaði verða sendir til Líbíu þar sem þeir munu gefa uppreisnarmönnum ráð í von um að rjúfa pattstöðuna sem ríkt hefur í átökum þeirra við stjórnarherinn undanfarið. Frakkar hafa einnig lofað að herða loftárásir á líbíska stjórnarherinn. Þrátt fyrir að hersveitir NATO hafi nú gert loftárásir nánast daglega á liðsmenn Gaddafís í heilan mánuð hefur það ekki dugað til að stöðva átökin. Abdul-Ati al-Obeidi, utanríkisráðherra Líbíu, segir að frekari loftárásir muni aðeins gera illt verra. Hins vegar sé Líbíustjórn til viðræðu um kosningar, lýðræði og stjórnarskrárbreytingar ef árásunum verði hætt. Jafnvel sé möguleiki á að liður í þeim umbótum verði brotthvarf Gaddafís sjálfs. Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir hins vegar að liðsmenn Gaddafís verði að gera sér grein fyrir því að með sprengjuárásum sínum á almenna borgara í Misrata og fleiri stöðum geti þeir verið að fremja stríðsglæpi. Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag, sem dæmir í stríðsglæpamálum, muni rannsaka það í þaula. Líbískir embættismenn neita því reyndar í viðtölum að sprengjum hafi verið varpað á Misrata. Moussa Ibrahim, talsmaður Líbíustjórnar, segir að alþjóðasamfélagið eigi ekki að hlusta á fréttir fjölmiðla eða sögur frá uppreisnarmönnunum. Borgin Misrata hefur verið á valdi uppreisnarmanna í nærri tvo mánuði, eða frá því stuttu eftir að uppreisn þeirra gegn Gaddafí og stjórn hans hófst. Liðsmenn Gaddafís hafa setið um borgina frá því að hún komst undir vald uppreisnarmanna en hafa hert árásir sínar nú síðustu daga. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Hörð átök hafa staðið um borgina Misrata, sem uppreisnarmenn hafa haft á valdi sínu. Einnig voru bardagar í fjöllunum skammt frá Túnis, og flúðu þúsundir manna yfir landamærin. Svo virðist sem Múammar Gaddafí, sem stjórnað hefur landinu í fjóra áratugi, leggi mikla áherslu á að ná Misrata á sitt vald. Þar er mikilvæg höfn og borgin er skammt frá höfuðborginni Trípolí, í vesturhluta landsins sem liðsmenn Gaddafís hafa að öðru leyti mestanpart á valdi sínu. Frakkar og Ítalir hafa nú, ásamt Bretum, lofað uppreisnarmönnum í Líbíu aðstoð sem einkum á að felast í hernaðarráðgjöf. Sérfræðingar í hernaði verða sendir til Líbíu þar sem þeir munu gefa uppreisnarmönnum ráð í von um að rjúfa pattstöðuna sem ríkt hefur í átökum þeirra við stjórnarherinn undanfarið. Frakkar hafa einnig lofað að herða loftárásir á líbíska stjórnarherinn. Þrátt fyrir að hersveitir NATO hafi nú gert loftárásir nánast daglega á liðsmenn Gaddafís í heilan mánuð hefur það ekki dugað til að stöðva átökin. Abdul-Ati al-Obeidi, utanríkisráðherra Líbíu, segir að frekari loftárásir muni aðeins gera illt verra. Hins vegar sé Líbíustjórn til viðræðu um kosningar, lýðræði og stjórnarskrárbreytingar ef árásunum verði hætt. Jafnvel sé möguleiki á að liður í þeim umbótum verði brotthvarf Gaddafís sjálfs. Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir hins vegar að liðsmenn Gaddafís verði að gera sér grein fyrir því að með sprengjuárásum sínum á almenna borgara í Misrata og fleiri stöðum geti þeir verið að fremja stríðsglæpi. Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag, sem dæmir í stríðsglæpamálum, muni rannsaka það í þaula. Líbískir embættismenn neita því reyndar í viðtölum að sprengjum hafi verið varpað á Misrata. Moussa Ibrahim, talsmaður Líbíustjórnar, segir að alþjóðasamfélagið eigi ekki að hlusta á fréttir fjölmiðla eða sögur frá uppreisnarmönnunum. Borgin Misrata hefur verið á valdi uppreisnarmanna í nærri tvo mánuði, eða frá því stuttu eftir að uppreisn þeirra gegn Gaddafí og stjórn hans hófst. Liðsmenn Gaddafís hafa setið um borgina frá því að hún komst undir vald uppreisnarmanna en hafa hert árásir sínar nú síðustu daga. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira