Innlent

Helmingur óttast atvinnuleysi

uppgjörsfundur Hlufallslega fleiri karlmenn en konur hafa upplifað breytingar í starfi sínu innan bankanna frá hruni. fréttablaðið/gva
uppgjörsfundur Hlufallslega fleiri karlmenn en konur hafa upplifað breytingar í starfi sínu innan bankanna frá hruni. fréttablaðið/gva
Um helmingur starfsfólks bankanna óttast atvinnuleysi. Rúm 40 prósent hafa upplifað breytingar á starfi sínu síðan í bankahruninu. Þetta kemur fram í nýrri könnun Vinnueftirlits ríkisins, Samtaka starfsfólks í fjármálafyrirtækjum, Háskóla Íslands og Rannsóknastofu í vinnuvernd á líðan, heilsu og vinnuumhverfi starfsfólks í bönkum og sparisjóðum.

Einnig kemur fram í könnuninni að yfir 90 prósent starfsmanna telja að þau geti haldið vinnunni næstu tólf mánuði, óski þau eftir því.

Mjög fáir hafa orðið fyrir aðkasti vegna vinnu sinnar í banka eða sparisjóði eftir hrun, eða rúm tvö prósent. Þá er yfir helmingur starfsmanna stoltur yfir því að vinna í banka eða sparisjóði.

Þrekleysi, þungar áhyggjur, tíðir höfuðverkir, kvíði og depurð hefur hrjáð fleiri í hópi þeirra sem urðu fyrir breytingum í starfi heldur en aðra. Segir í skýrslunni það benda til að hlúa þurfi sérstaklega að því starfsfólki.

Niðurstöður sýna einnig að fleiri karlmenn en konur svara því til að hafa upplifað breytingu á starfi sínu. Helstu starfshópar sem hafa upplifað breytingu á starfi sínu eru sérfræðingar og framkvæmda- eða útibússtjórar. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×