Innlent

Ráðuneytið segir ekkert breytt

Ekkert breytt Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst ekki þekkjast tilboð Ólafs Johnson, eiganda Hraðbrautar. Fréttablaðið/Stefán
Ekkert breytt Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst ekki þekkjast tilboð Ólafs Johnson, eiganda Hraðbrautar. Fréttablaðið/Stefán
Ólafur Johnson, skólastjóri og eigandi Menntaskólans Hraðbrautar, hefur gert mennta- og menningarmálaráðuneytinu tilboð um að taka inn nýnema næsta haust. Ráðuneytið hyggst ekki þekkjast boðið.

Ólafur segir í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum að tveggja ára stúdentsnám í Hraðbraut sé „einstakt“ og „án hliðstæðu“ auk þess sem það „er hagkvæmasti framhaldsskóli Íslands“.

Starfsemi Hraðbrautar komst í hámæli í vetur þar sem margt þótti þar orka tvímælis og bárust ráðuneytinu tilmæli frá menntamálanefnd Alþingis og Ríkisendurskoðun um að nýr þjónustusamningur yrði ekki gerður við Hraðbraut.

Meðal annars voru gerðar athugasemdir við arðgreiðslur og húsaleigugreiðslur Hraðbrautar.

Þó var gerður tímabundinn samningur við skólann um að þeir nemendur sem þegar höfðu hafið nám í skólanum fengju að ljúka því á næsta ári.

Í samtali við Fréttablaðið sagði talsmaður ráðuneytisins ekkert hafa breyst í málum tengdum Hraðbraut og að ekki stæði til að endurnýja samstarf við skólann. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×