Kvótakerfinu breytt í tveimur skrefum 20. apríl 2011 06:45 Til skoðunar er hvort hyggilegt sé að vinna að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða í tveimur skrefum í stað eins, eins og að var stefnt. Vinna við nýtt frumvarp hefur tekið mun lengri tíma en áætlað var. Í fyrstu var stefnt að framlagningu þess á haustþingi. Í janúar boðaði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að frumvarpið yrði lagt fram í febrúar og fyrir helgi lýsti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra því yfir að það yrði lagt fram í maí. Starfið er að sönnu flókið og viðamikið og – samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins – flóknara og viðameira en talið var. Nú er unnið að hagfræðilegri úttekt á þeim leiðum sem stjórnvöld vilja fara. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til Samtaka atvinnulífsins sem samtökin hafa birt segir að þau ætli að „brjóta upp forgang núverandi kvótahafa að lokuðu kerfi og reisa skorður við að þeir geti fénýtt þá sameign landsmanna sem fiskimiðin eru með því að leigja eða selja öðrum veiðiheimildir á himinháu verði“. Um leið stefna þau að því að „skapa sjávarútveginum traust rekstrarskilyrði til lengri tíma, auka þjóðhagkvæmni greinarinnar og treysta atvinnufrelsi og jafnræði innan hennar“. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort unnt sé að leggja fram frumvarp á næstunni sem miðar að því að uppboðsmarkaður með tilteknar aflaheimildir verði settur á laggirnar þegar nýtt fiskveiðiár hefst 1. september. Beðið yrði með stór álitamál á borð við afnotatíma á aflaheimildum, hlutdeild heildarafla í sérstökum pottum og breytingar á framsali aflamarks þar til í haust. Í sumar gæti hins vegar farið fram umræða um málin á breiðum vettvangi, meðal annars með tilliti til niðurstöðu áðurnefndrar hagfræðilegrar úttektar. Ekki ríkir eining meðal þingmanna stjórnarflokkanna um hve langt eigi að ganga í breytingum á kerfinu. Einstaka þingmenn Samfylkingarinnar vilja ganga langt en innan VG eru sterk öfl sem vilja fara varlega í breytingar.- bþs Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Til skoðunar er hvort hyggilegt sé að vinna að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða í tveimur skrefum í stað eins, eins og að var stefnt. Vinna við nýtt frumvarp hefur tekið mun lengri tíma en áætlað var. Í fyrstu var stefnt að framlagningu þess á haustþingi. Í janúar boðaði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að frumvarpið yrði lagt fram í febrúar og fyrir helgi lýsti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra því yfir að það yrði lagt fram í maí. Starfið er að sönnu flókið og viðamikið og – samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins – flóknara og viðameira en talið var. Nú er unnið að hagfræðilegri úttekt á þeim leiðum sem stjórnvöld vilja fara. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til Samtaka atvinnulífsins sem samtökin hafa birt segir að þau ætli að „brjóta upp forgang núverandi kvótahafa að lokuðu kerfi og reisa skorður við að þeir geti fénýtt þá sameign landsmanna sem fiskimiðin eru með því að leigja eða selja öðrum veiðiheimildir á himinháu verði“. Um leið stefna þau að því að „skapa sjávarútveginum traust rekstrarskilyrði til lengri tíma, auka þjóðhagkvæmni greinarinnar og treysta atvinnufrelsi og jafnræði innan hennar“. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort unnt sé að leggja fram frumvarp á næstunni sem miðar að því að uppboðsmarkaður með tilteknar aflaheimildir verði settur á laggirnar þegar nýtt fiskveiðiár hefst 1. september. Beðið yrði með stór álitamál á borð við afnotatíma á aflaheimildum, hlutdeild heildarafla í sérstökum pottum og breytingar á framsali aflamarks þar til í haust. Í sumar gæti hins vegar farið fram umræða um málin á breiðum vettvangi, meðal annars með tilliti til niðurstöðu áðurnefndrar hagfræðilegrar úttektar. Ekki ríkir eining meðal þingmanna stjórnarflokkanna um hve langt eigi að ganga í breytingum á kerfinu. Einstaka þingmenn Samfylkingarinnar vilja ganga langt en innan VG eru sterk öfl sem vilja fara varlega í breytingar.- bþs
Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira