Innlent

Gera heimildarmynd um skáldanýlendu

Hveragerði Skáld og aðrir listamenn þyrptust til Hveragerðis um miðja tuttugustu öldina til að búa sér heimili fjarri skarkala höfuðuborgarinnar.
FRéttablaðið/Vilhelm
Hveragerði Skáld og aðrir listamenn þyrptust til Hveragerðis um miðja tuttugustu öldina til að búa sér heimili fjarri skarkala höfuðuborgarinnar. FRéttablaðið/Vilhelm
„Með sanni má segja að hér í bæ hafi byggst upp eitt af fáum listamannasamfélögum á Íslandi,“ segir bæjarráð Hveragerðis, sem ætlar að styrkja gerð heimildarmyndar um götu í bænum sem kölluð er Skáldagata.

Það er Morten Ottesen sem gerir myndina um Skáldagötu, sem réttu nafni heitir Frumskógar. Við þá götu bjuggu meðal annarra á fimmta, sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar Jóhannes úr Kötlum skáld, rithöfundarnir Kristmann Guðmundsson og Kristján frá Djúpalæk og Gunnlaugur Scheving listmálari. Ríkharður Jónsson myndlistarmaður átti þar sumarhús. Í næstu götu, Bláskógum, bjuggu síðan fleiri listamenn.

Ódýrar lóðir og möguleikinn á að kynda húsin með jarðhita voru meðal þeirra ástæðna sem lágu að baki ásókn listamanna í að byggja sér heimili í Hveragerði. Bæjarráðið segir hugmyndir Mortens metnaðarfullar og að þær geti orðið til að tryggja varðveislu menningararfs Hvergerðinga.

Heildarstyrkur bæjarins til gerðar myndarinnar er metinn á 600 þúsund krónur. Annar helmingur hans á að felast í vinnuframlagi bæjarstarfsmanna, aðstöðu og tækjum en hinn helmingurinn verður beinn fjárhagslegur stuðningur.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×