Hundruð bygginga í miðborg niðurnídd 19. apríl 2011 07:00 rústir einar Baldursgata 32 í Reykjavík er rústir einar eftir mikinn bruna. Ekkert hefur verið aðhafst varðandi endurbætur á húsinu. fréttablaðið/valli Ítarleg úttekt var gerð á ástandi húsa í miðborginni árið 2008. Þeir eigendur bygginga þar sem endurbóta var krafist skiptu hundruðum, segir Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Húseigendur fengu bréf heim þar sem óskað var eftir því að þeir gengju betur frá húsum sínum, ellegar yrði dagsektum beitt. Engar sektir hafa þó verið sendar út, nú þremur árum síðar, sökum þess ástands sem skall á skömmu eftir úttekt borgarinnar.magnús sædal svavarsson „Við tókum miðborgina fyrst í gegn, því þar er mjög víða pottur brotinn," segir Magnús. „Við fórum kerfisbundið yfir svæðið og sendum út bréf þess efnis að ef menn sinntu ekki málum, gæti verið gripið til þvingunaraðgerða í formi dagsekta. En það hefur enn ekki verið tekið á þeim málum." Magnús segir að dagsektum verði aldrei skellt á fyrirvaralaust, en hafi ekkert verið aðhafst verði hvert og eitt tilvik metið fyrir sig og tillögur um tímafrest lagðar fram fyrir viðkomandi aðila. Eigendur hafi þó andmælarétt. Ef slíku sé beitt verði málið lagt fyrir borgaryfirvöld. Sé úrskurður yfirvalda sá að eigandi þurfi að sinna endurbótum á húsi sínu hafi viðkomandi 30 til 40 daga til að sinna málum.páll hjaltason„Ýmsir tóku sig þó til þegar við sendum út bréfin," segir Magnús. „En það sem þarf að gerast er að við Íslendingar förum að haga okkur eins og siðaðar þjóðir og halda mannvirkjum okkar við. Við verðum að fara að taka okkur á." Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs, segir sífellt verið að vinna í því að bæta ásýnd miðborgarinnar. Það hafi ekki þótt vænlegt til árangurs að beita dagsektum í því árferði sem nú er í samfélaginu, en verið sé að skoða hinar ýmsu leiðir til þess að bæta ástandið. „Þetta er orðin hálfgerð sorgarsaga," segir Páll. „Þessi hús eru mestmegnis í eigu bankanna eða undir vernd þeirra á einn eða annan hátt." Páll segir þó vissulega tvinnast inn í þetta varanlegri lausnir á skipulagsmálum heldur en einfaldlega að bæta ásýnd einstakra húsa. Samantekt um eignarhald á húsunum liggi fyrir og verið sé að útfæra hvernig sanngjarnast væri að leysa úr vandanum. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Ítarleg úttekt var gerð á ástandi húsa í miðborginni árið 2008. Þeir eigendur bygginga þar sem endurbóta var krafist skiptu hundruðum, segir Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Húseigendur fengu bréf heim þar sem óskað var eftir því að þeir gengju betur frá húsum sínum, ellegar yrði dagsektum beitt. Engar sektir hafa þó verið sendar út, nú þremur árum síðar, sökum þess ástands sem skall á skömmu eftir úttekt borgarinnar.magnús sædal svavarsson „Við tókum miðborgina fyrst í gegn, því þar er mjög víða pottur brotinn," segir Magnús. „Við fórum kerfisbundið yfir svæðið og sendum út bréf þess efnis að ef menn sinntu ekki málum, gæti verið gripið til þvingunaraðgerða í formi dagsekta. En það hefur enn ekki verið tekið á þeim málum." Magnús segir að dagsektum verði aldrei skellt á fyrirvaralaust, en hafi ekkert verið aðhafst verði hvert og eitt tilvik metið fyrir sig og tillögur um tímafrest lagðar fram fyrir viðkomandi aðila. Eigendur hafi þó andmælarétt. Ef slíku sé beitt verði málið lagt fyrir borgaryfirvöld. Sé úrskurður yfirvalda sá að eigandi þurfi að sinna endurbótum á húsi sínu hafi viðkomandi 30 til 40 daga til að sinna málum.páll hjaltason„Ýmsir tóku sig þó til þegar við sendum út bréfin," segir Magnús. „En það sem þarf að gerast er að við Íslendingar förum að haga okkur eins og siðaðar þjóðir og halda mannvirkjum okkar við. Við verðum að fara að taka okkur á." Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs, segir sífellt verið að vinna í því að bæta ásýnd miðborgarinnar. Það hafi ekki þótt vænlegt til árangurs að beita dagsektum í því árferði sem nú er í samfélaginu, en verið sé að skoða hinar ýmsu leiðir til þess að bæta ástandið. „Þetta er orðin hálfgerð sorgarsaga," segir Páll. „Þessi hús eru mestmegnis í eigu bankanna eða undir vernd þeirra á einn eða annan hátt." Páll segir þó vissulega tvinnast inn í þetta varanlegri lausnir á skipulagsmálum heldur en einfaldlega að bæta ásýnd einstakra húsa. Samantekt um eignarhald á húsunum liggi fyrir og verið sé að útfæra hvernig sanngjarnast væri að leysa úr vandanum. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira