Teitur: Skrítið að fara í svona langt frí Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. apríl 2011 07:00 Teitur Örlygsson segir að Stjarnan ætli að njóta þess að spila um Íslandsmeistaratitilinn. fréttablaðið/anton Stjarnan gerði sér lítið fyrir og sópaði Íslandsmeisturum Snæfells í frí á lokadegi síðasta mánaðar. Síðan þá hafa Teitur Örlygsson og lærisveinar hans fylgst með rimmu KR og Keflavíkur af hliðarlínunni og beðið eftir því að fá að spila á nýjan leik. Biðinni löngu er lokið því KR tekur á móti Stjörnunni klukkan 19.15 í kvöld í fyrsta leik liðanna um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. "Þetta er búið að vera andskoti langt. Hreinlega minnt á undirbúningstímabil á stundum. Það var spilað þétt fram að fríinu og skrítið að fara í langt frí. Ég hef sleppt strákunum lausum og held það sé ómögulegt að halda mönnum algjörlega við efnið á svona löngum tíma. Þá verða menn andlega þreyttir. Ég hef reynt að hafa léttan stíganda og nýta reynslu mína. Ég veit ekki hvað er rétt eða rangt. Það kemur bara í ljós," sagði Teitur sem hefur verið að vinna með andlega hlutann síðustu daga og menn verið duglegir að tala saman. Teitur segir að ómögulegt sé að spá í hvort þetta langa frí sé jákvætt eða neikvætt. "Sagan segir samt að það sé vont að fara í svona langt frí. Mín reynsla er að það sé gott að koma úr hörkuseríum og slást áfram. Það er okkar að afsanna það," sagði Teitur en bætir við að hans menn þurfi að afsanna fleira enda spá margir því að KR valti yfir Stjörnuna. "Þetta fer ekki fram hjá okkur. Við kunnum að lesa. Við erum komnir hingað og það er ógeðslega gaman og við ætlum að njóta þess að vera í úrslitum. Við erum líka góðir og við ætlum að reyna að sannfæra fólk um það. Við höfum trú á okkur og þetta verður árshátíðin okkar. Algjör veisla og við ætlum að skemmta okkur." Dominos-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Stjarnan gerði sér lítið fyrir og sópaði Íslandsmeisturum Snæfells í frí á lokadegi síðasta mánaðar. Síðan þá hafa Teitur Örlygsson og lærisveinar hans fylgst með rimmu KR og Keflavíkur af hliðarlínunni og beðið eftir því að fá að spila á nýjan leik. Biðinni löngu er lokið því KR tekur á móti Stjörnunni klukkan 19.15 í kvöld í fyrsta leik liðanna um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. "Þetta er búið að vera andskoti langt. Hreinlega minnt á undirbúningstímabil á stundum. Það var spilað þétt fram að fríinu og skrítið að fara í langt frí. Ég hef sleppt strákunum lausum og held það sé ómögulegt að halda mönnum algjörlega við efnið á svona löngum tíma. Þá verða menn andlega þreyttir. Ég hef reynt að hafa léttan stíganda og nýta reynslu mína. Ég veit ekki hvað er rétt eða rangt. Það kemur bara í ljós," sagði Teitur sem hefur verið að vinna með andlega hlutann síðustu daga og menn verið duglegir að tala saman. Teitur segir að ómögulegt sé að spá í hvort þetta langa frí sé jákvætt eða neikvætt. "Sagan segir samt að það sé vont að fara í svona langt frí. Mín reynsla er að það sé gott að koma úr hörkuseríum og slást áfram. Það er okkar að afsanna það," sagði Teitur en bætir við að hans menn þurfi að afsanna fleira enda spá margir því að KR valti yfir Stjörnuna. "Þetta fer ekki fram hjá okkur. Við kunnum að lesa. Við erum komnir hingað og það er ógeðslega gaman og við ætlum að njóta þess að vera í úrslitum. Við erum líka góðir og við ætlum að reyna að sannfæra fólk um það. Við höfum trú á okkur og þetta verður árshátíðin okkar. Algjör veisla og við ætlum að skemmta okkur."
Dominos-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira