Aukinn útflutningur er lykill batans 7. apríl 2011 06:00 JP Morgan Chase í London. Í spá sinni gerir bankinn ráð fyrir að bygging álvers í Helguvík hefjist á næsta ári.Nordicphotos/AFP Hagvöxtur sem byggir á auknum útflutningi er lykillinn að efnahagsbata á Íslandi, að mati greiningar sem bankinn JPMorgan Chase í Lundúnum birti 1. apríl. Um leið bendir bankinn á að vexti útflutnings séu nokkrar skorður settar, bæði vegna þeirrar tregðu sem gjaldeyrishöft valda og hversu langan tíma taki að koma í gang verkefnum tengdum jarðvarma. Bankinn gerir í spá sinni ráð fyrir að bygging álvers í Helguvík hefjist á næsta ári. Í greiningu bankans er einnig áréttað að „já“ í kosningum um Icesave muni hjálpa til við fjármögnun á Íslandi og auka traust markaðarins á landinu. Sérstaklega eru nefndir þrír þættir þar sem óvissu yrði eytt. Í fyrsta lagi verði með því tryggð lán frá Norðurlöndunum, sem séu í heild sinni um helmingur lánafyrirgreiðslu í tengslum við efnhagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá myndi „já“ leiða til hærra lánshæfismats Íslands og bæta aðgang að erlendum lánamörkuðum og flýta fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Í þriðja lagi komi „já“ svo til með að liðka fyrir inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. „Verði bæði Icesave og ESB-aðild samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, teljum við að Ísland gæti gengið í sambandið árið 2013 og tekið upp evru nokkrum árum síðar,“ segir í greiningu bankans. - óká Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hagvöxtur sem byggir á auknum útflutningi er lykillinn að efnahagsbata á Íslandi, að mati greiningar sem bankinn JPMorgan Chase í Lundúnum birti 1. apríl. Um leið bendir bankinn á að vexti útflutnings séu nokkrar skorður settar, bæði vegna þeirrar tregðu sem gjaldeyrishöft valda og hversu langan tíma taki að koma í gang verkefnum tengdum jarðvarma. Bankinn gerir í spá sinni ráð fyrir að bygging álvers í Helguvík hefjist á næsta ári. Í greiningu bankans er einnig áréttað að „já“ í kosningum um Icesave muni hjálpa til við fjármögnun á Íslandi og auka traust markaðarins á landinu. Sérstaklega eru nefndir þrír þættir þar sem óvissu yrði eytt. Í fyrsta lagi verði með því tryggð lán frá Norðurlöndunum, sem séu í heild sinni um helmingur lánafyrirgreiðslu í tengslum við efnhagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá myndi „já“ leiða til hærra lánshæfismats Íslands og bæta aðgang að erlendum lánamörkuðum og flýta fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Í þriðja lagi komi „já“ svo til með að liðka fyrir inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. „Verði bæði Icesave og ESB-aðild samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, teljum við að Ísland gæti gengið í sambandið árið 2013 og tekið upp evru nokkrum árum síðar,“ segir í greiningu bankans. - óká
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira