Meirihlutinn hafnar Icesave 7. apríl 2011 06:30 Skoðakönnun sem birt var í fréttum Stöðvar 2 gær sýndi einnig að meirihluti landsmanna hyggst hafna Icesave-lögunum í kosningunum á laugardaginn. Mynd/Stefán Meirihluti landsmanna ætlar að hafna Icesave-samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Alls sögðust 54,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku ætla að hafna lögunum en 45,2 prósent sögðust ætla að samþykkja þau. Ríflega 76 prósent þátttakenda í könnuninni gáfu upp afstöðu sína, en um 24 prósent sögðust ekki hafa gert upp hug sinn, ekki ætla á kjörstað eða vildu ekki svara. Óákveðnum virðist samkvæmt þessu fara fækkandi eftir því sem líður að kjördegi. Allt stefnir í að kjörsókn verði með besta móti. Um 90,2 þeirra sem afstöðu tóku sögðu mjög eða frekar líklegt að þeir færu á kjörstað. Aðeins 6 prósent sögðu mjög eða frekar ólíklegt að þeir myndu kjósa. Um 3,8 prósent sögðu hvorki líklegt né ólíklegt að þau færu á kjörstað. Nánar verður fjallað um niðurstöður könnunarinnar í Fréttablaðinu á morgun. Hringt var í 800 manns dagana 5. og 6. apríl. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Ætlar þú að samþykkja Icesave-samkomulagið eða hafna því í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. aprí? Þeir sem sögðust óákveðnir voru spurðir: Hvort er líklegra, að þú samþykkir Icesave-samkomulagið eða hafnir því? Alls tóku 76,1 prósent afstöðu. Einnig var spurt: Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave? Alls tóku 92,3 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. - bj Icesave Tengdar fréttir Óvinsældir stjórnarinnar skila sér í neii "Stjórnarflokkarnir eru að tapa gríðarlegu fylgi á sama tíma og Icesave-nei-ið virðist vera í uppsveiflu. Þannig að það virðist vera einhver tilhneiging þar, en maður skyldi hafa einhvern fyrirvara á því,“ segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um nýja skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna og afstöðu almennings til Icesave-laganna. 6. apríl 2011 22:15 Meirihlutinn vill fella Icesave Icesave samningarnir verða felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Tæplega fimmtíu og sjö prósent þjóðarinnar ætla að segja nei samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu fólks til málsins á nokkrum vikum. 6. apríl 2011 18:30 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Meirihluti landsmanna ætlar að hafna Icesave-samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Alls sögðust 54,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku ætla að hafna lögunum en 45,2 prósent sögðust ætla að samþykkja þau. Ríflega 76 prósent þátttakenda í könnuninni gáfu upp afstöðu sína, en um 24 prósent sögðust ekki hafa gert upp hug sinn, ekki ætla á kjörstað eða vildu ekki svara. Óákveðnum virðist samkvæmt þessu fara fækkandi eftir því sem líður að kjördegi. Allt stefnir í að kjörsókn verði með besta móti. Um 90,2 þeirra sem afstöðu tóku sögðu mjög eða frekar líklegt að þeir færu á kjörstað. Aðeins 6 prósent sögðu mjög eða frekar ólíklegt að þeir myndu kjósa. Um 3,8 prósent sögðu hvorki líklegt né ólíklegt að þau færu á kjörstað. Nánar verður fjallað um niðurstöður könnunarinnar í Fréttablaðinu á morgun. Hringt var í 800 manns dagana 5. og 6. apríl. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Ætlar þú að samþykkja Icesave-samkomulagið eða hafna því í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. aprí? Þeir sem sögðust óákveðnir voru spurðir: Hvort er líklegra, að þú samþykkir Icesave-samkomulagið eða hafnir því? Alls tóku 76,1 prósent afstöðu. Einnig var spurt: Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave? Alls tóku 92,3 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. - bj
Icesave Tengdar fréttir Óvinsældir stjórnarinnar skila sér í neii "Stjórnarflokkarnir eru að tapa gríðarlegu fylgi á sama tíma og Icesave-nei-ið virðist vera í uppsveiflu. Þannig að það virðist vera einhver tilhneiging þar, en maður skyldi hafa einhvern fyrirvara á því,“ segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um nýja skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna og afstöðu almennings til Icesave-laganna. 6. apríl 2011 22:15 Meirihlutinn vill fella Icesave Icesave samningarnir verða felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Tæplega fimmtíu og sjö prósent þjóðarinnar ætla að segja nei samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu fólks til málsins á nokkrum vikum. 6. apríl 2011 18:30 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Óvinsældir stjórnarinnar skila sér í neii "Stjórnarflokkarnir eru að tapa gríðarlegu fylgi á sama tíma og Icesave-nei-ið virðist vera í uppsveiflu. Þannig að það virðist vera einhver tilhneiging þar, en maður skyldi hafa einhvern fyrirvara á því,“ segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um nýja skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna og afstöðu almennings til Icesave-laganna. 6. apríl 2011 22:15
Meirihlutinn vill fella Icesave Icesave samningarnir verða felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Tæplega fimmtíu og sjö prósent þjóðarinnar ætla að segja nei samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu fólks til málsins á nokkrum vikum. 6. apríl 2011 18:30