Innlent

Samstarf um miðlun vísinda

Miðla upplýsingum um orku Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóri Vísindavefsins, og Ragna Sara Jónsdóttir frá Landsvirkjun undirrita samninginn.
Miðla upplýsingum um orku Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóri Vísindavefsins, og Ragna Sara Jónsdóttir frá Landsvirkjun undirrita samninginn.
Vísindavefur Háskóla Íslands og Landsvirkjun hafa undirritað samning um samstarf á sviði vísindamiðlunar.

Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að með samstarfinu vilji Vísindavefurinn og Landsvirkjun „stuðla að vandaðri og nútímalegri fræðslu um vísindi handa almenningi“.

Samningur þessi felur meðal annars í sér, að því er fram kemur í tilkynningunni, miðlun Landsvirkjunar í fræðsluskyni á völdum svörum Vísindavefsins um orku og orkumál.

Gagnkvæmur áhugi er á að þróa samstarfið frekar.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×