Innlent

Þóttist bakfæra símakort

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt.

Manninum er gefið að sök að hafa sem starfsmaður í verslun 10-11, Hraðkaupum, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, dregið sér samtals kr. 155.500. Aðferðin sem hann notaði var að bakfæra greiðslur undir því yfirskyni að verið væri að skila símakortum.

Þess er krafist að maðurinn greiði skaðabætur að upphæð ríflega 107 þúsund krónur.

- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×