Innlent

Ráðherra gegn gúmmíkurlinu

Gúmmíkurl á gervigrasi Ráðherra hefur falið Umhverfisstofnun að mælast til um að hættulaus efni verði notuð á gervigras.
Gúmmíkurl á gervigrasi Ráðherra hefur falið Umhverfisstofnun að mælast til um að hættulaus efni verði notuð á gervigras.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun á næstunni gefa út tilmæli um að hætt verði að nota gúmmíkurl unnið úr notuðum bíldekkjum á gervigrasvelli hér á landi. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á þingi fyrr í vikunni.

Siv vísaði í sænska löggjöf þess efnis að við viðhald gervigrasvalla væri notast við hættulaust efni og sagði ráðherra að Umhverfisstofnun myndi gefa út tilmæli um slíkt.

Ráðherra sagði að rannsóknir gæfu ekki til kynna að kurl úr dekkjum væri heilsuspillandi, en það geti valdið ofnæmisviðbrögðum og myndun svifryks. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×