Sport

Hestur féll á lyfjaprófi í Noregi - kókaín í blóðsýninu

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Zalgado Transs R er hér á fullri ferð á keppnisbrautinni.
Zalgado Transs R er hér á fullri ferð á keppnisbrautinni. Hesteguiden.com

Veðhlaup þar sem hestar draga kerru á eftir sér njóta vinsælda á Norðurlöndunum og víðar en í Noregi er komið upp mál sem er engu líkt. Lyfjaeftirlit er mjög öflugt í þessari íþróttagrein og niðurstöður úr blóðsýni sem tekið var úr hestinum Zalgado Transs R gáfu til kynna að kókaín væri í blóðrásarkerfi hestsins.

Þjálfari hestsins, Pål Buer, segir í viðtali við Rogalands Avis að málið sé allt hið furðulegasta og hann neitar því alfarið að hann hafi gefið hestinum ólögleg örvandi efni.

Lyfjaprófið var tekið þann 21. desember s.l. en Buer bíður eftir endarlegri niðurstöðu frá lyfjaeftirlitinu þar sem að enn á eftir að rannsaka B og C sýni úr hestinum.

Buer var staddur á Englandi þegar hesturinn fór í lyfjapróf og segir eigandinn að hann hafi hreina samvisku í þessu máli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×