Innlent

Geri tillögu um hafnarsvæðið

Reykjavíkurhöfn Stýrihópur á að marka sýn til framtíðar fyrir 1. september.
Reykjavíkurhöfn Stýrihópur á að marka sýn til framtíðar fyrir 1. september.
Borgarráð hefur samþykkt skipan fimm manna stýrihóps á vegum borgarinnar og Faxaflóahafna til að endurskoða skipulag við höfnina frá Grandagarði að tónlistar- og ráðstefnuhúsinu.

„Hópurinn taki afstöðu til fyrirliggjandi áætlana, marki sýn til framtíðar, undirbúi endurskoðun skipulagsvinnu á svæðinu og hafi yfirumsjón með framgangi hennar.

Tillögur að endurskoðuðu skipulagi svæðisins verði unnar í samráði við hafnarstjórn, skipulagsráð og umhverfis- og samgönguráð, auk hagsmunaaðila og íbúa,“ segir um verkavið hópsins sem skipaður er Hjálmari Sveinssyni, Páli Hjaltasyni, Hólmfríði Ósmann Jónsdóttur, Gísla Marteini Baldurssyni og Júlíusi Vífli Ingvarssyni.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×