Innlent

Við höfum val út úr reiðinni

mantran skiptir um hendur Listamaðurinn Tolli hefur ástundað búddisma um nokkurra ára skeið. Hann segir möntru sem hann gaf þingflokksformönnum svínvirka. Fréttablaðið/GVA
mantran skiptir um hendur Listamaðurinn Tolli hefur ástundað búddisma um nokkurra ára skeið. Hann segir möntru sem hann gaf þingflokksformönnum svínvirka. Fréttablaðið/GVA
„Þetta er ævaforn mantra sem er til þess fallin að glæða með okkur hugrekki, eldmóð og staðfestu. Hún virkar í dagsins önn,“ segir listamaðurinn Þorlákur Kristinsson Morthens, betur þekktur sem Tolli.

Hann gaf þingflokksformönnum á Alþingi í gær innpakkaða hljóðupptöku af flutningi trúarleiðtogans Dalai Lama á möntru ásamt texta hennar, íslenskri þýðingu og merkingu. Mantran er úr Rigveda-ritunum, safni söngva frá því um 1500 til 500 fyrir Krist. Þetta eru elstu og helgustu rit Indverja.

Tolli bendir á að flutningur Dalai Lama á möntrunni sé sérstakur. Alla jafna flytji hann möntrur úr tíbetskum búddisma. Þessi er hins vegar á sanskrít.

Það skilyrði fylgir möntrunni að hana má ekki selja.

Hann segir möntruna leið til hamingju og kærleika.

„Við getum stungið hausnum í sandinn og verið reið. Það er val. Ef þú velur leið fyrirgefningar og stígur inn í kærleikann muntu upplifa stórkostlega hluti,“ segir Tolli. „Ég hef notað þetta og hún svínvirkar.“

- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×