Fiskveiðikerfið ekki í aðgerðapakkanum 31. mars 2011 05:30 Bíða eftir pakkanum Stjórnvöld munu kynna aðgerðapakka til að liðka fyrir kjaraviðræðum og blása í glæður efnahagslífsins.Fréttablaðið/GVA Ríkisstjórnin mun í dag kynna víðtæka aðgerðaáætlun til að örva atvinnu- og efnahagslíf landsins. Með því er leitast við að svara kröfum aðila vinnumarkaðarins og liðka um fyrir kjaraviðræðum milli ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA). Forsætisráðherra segir að þar verði ekki kveðið á um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Forsvarsmenn ASÍ og SA hittu forsætisráðherra og fjármálaráðherra á fundi í gær og sagði Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, að fundi loknum að menn væru orðnir óþreyjufullir eftir útspili stjórnvalda um grundvöll fyrir kjarasamningum til þriggja ára. „Við þurfum innspýtingu í hagkerfið til að skapa störf. En við höfum ekki fengið skýr svör um það hvernig stjórnvöld ætla að skuldbinda sig til að stuðla að viðsnúningi í atvinnulífinu." Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði að þeir myndu nú bíða eftir að sjá hvað fælist í aðgerðaáætlun stjórnarinnar, sem kynnt verður eftir hádegi eftir annan fund með stjórnvöldum. „Við vonum að það verði eitthvað þar um það sem við höfum verið að tala um, þar á meðal sjávarútvegsmál, gjaldeyrishöft og fleira sem við viljum sjá breytast." Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði þó að ekki væri að vænta neins um sjávarútvegsmálin í áætluninni. „Þetta hefur verið eitt aðalvandamálið frá upphafi og við létum vita af því strax að við teldum ekki skynsamlegt að tengja niðurstöðu í sjávarútvegsmálum við kjarasamningaumræðurnar." Jóhanna vildi ekki tjá sig um einstaka þætti en sagði að aðgerðapakkinn yrði víðtækur og fjallaði meðal annars um fjárfestingar, framkvæmdir, skattamál og fleira. Þó vildi hún geta þess að ekki hefði staðið neitt upp á stjórnvöld í þessum kjaraviðræðum. Jóhanna segir að ríkisvaldið hafi ekki komið af jafnmiklum krafti að kjarasamningum og nú og það muni taka á í ríkissjóði, en það sé líka mikið í húfi fyrir stöðugleika til þriggja ára. Spurð sagði Jóhanna að henni þætti líklegt að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur gætu náð saman um þriggja ára samninga eftir fundinn í dag. „Ef menn ætla ekki að láta fiskveiðistjórnunarkerfið þvælast fyrir, þá er þetta það mikill og stór pakki og svo stórt útspil af hálfu ríkisvaldsins að það væri engin sanngirni í öðru en að þeir fallist á það." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Ríkisstjórnin mun í dag kynna víðtæka aðgerðaáætlun til að örva atvinnu- og efnahagslíf landsins. Með því er leitast við að svara kröfum aðila vinnumarkaðarins og liðka um fyrir kjaraviðræðum milli ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA). Forsætisráðherra segir að þar verði ekki kveðið á um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Forsvarsmenn ASÍ og SA hittu forsætisráðherra og fjármálaráðherra á fundi í gær og sagði Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, að fundi loknum að menn væru orðnir óþreyjufullir eftir útspili stjórnvalda um grundvöll fyrir kjarasamningum til þriggja ára. „Við þurfum innspýtingu í hagkerfið til að skapa störf. En við höfum ekki fengið skýr svör um það hvernig stjórnvöld ætla að skuldbinda sig til að stuðla að viðsnúningi í atvinnulífinu." Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði að þeir myndu nú bíða eftir að sjá hvað fælist í aðgerðaáætlun stjórnarinnar, sem kynnt verður eftir hádegi eftir annan fund með stjórnvöldum. „Við vonum að það verði eitthvað þar um það sem við höfum verið að tala um, þar á meðal sjávarútvegsmál, gjaldeyrishöft og fleira sem við viljum sjá breytast." Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði þó að ekki væri að vænta neins um sjávarútvegsmálin í áætluninni. „Þetta hefur verið eitt aðalvandamálið frá upphafi og við létum vita af því strax að við teldum ekki skynsamlegt að tengja niðurstöðu í sjávarútvegsmálum við kjarasamningaumræðurnar." Jóhanna vildi ekki tjá sig um einstaka þætti en sagði að aðgerðapakkinn yrði víðtækur og fjallaði meðal annars um fjárfestingar, framkvæmdir, skattamál og fleira. Þó vildi hún geta þess að ekki hefði staðið neitt upp á stjórnvöld í þessum kjaraviðræðum. Jóhanna segir að ríkisvaldið hafi ekki komið af jafnmiklum krafti að kjarasamningum og nú og það muni taka á í ríkissjóði, en það sé líka mikið í húfi fyrir stöðugleika til þriggja ára. Spurð sagði Jóhanna að henni þætti líklegt að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur gætu náð saman um þriggja ára samninga eftir fundinn í dag. „Ef menn ætla ekki að láta fiskveiðistjórnunarkerfið þvælast fyrir, þá er þetta það mikill og stór pakki og svo stórt útspil af hálfu ríkisvaldsins að það væri engin sanngirni í öðru en að þeir fallist á það." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira