Áhrif Icesave ofmetin 31. mars 2011 06:00 Tómas Ingi Olrich Tómas Ingi Olrich, fyrrum þingmaður, ráðherra og sendiherra, segir of mikið gert úr skaðlegum áhrifum þess að hafa Icesave-deiluna óleysta. Þjóðin sé beitt þrýstingi til að greiða kröfur sem henni beri ekki lagaskylda til að greiða. „Til hvers í ósköpunum vorum við að ganga í EES þegar menn eru bara beittir þrýstingi þegar á reynir?“ spyr hann og veltir fyrir sér hvaða skilaboð það séu til annarra landa að smáþjóð þurfi að sætta sig við að ekki sé sýnt fram á lagaskyldu hennar til að gangast undir miklar skuldbindingar, nóg sé að beita hana þrýstingi. Tómas Ingi bendir á að fjölmörg ríki séu nú í þörf fyrir mikið lánsfé. Aukin eftirspurn geri svo að lántökur verði dýrari, það komi Icesave ekkert við. „Íslendingar eru í sömu sporum og aðrir sem eru mjög skuldugir,“ segir hann og bendir á að bæði Portúgalar og Írar kvarti undan þeim lánakjörum sem þeim bjóðist. Þá sé ríkissjóður stórskuldugur og orkufyrirtæki berjist í bökkum. „Ætti að vera sérstök ástæða til að vilja lána til Íslands?“ spyr hann og telur að gangist þjóðin við nýjum Icesave-samningi ætti að verða ennþá meiri tregða til að lána hingað peninga, því þar með hafi verið aukið á skuldir ríkisins. „Eina óvissan sem aflétt yrði er fyrir ríkissjóði Breta og Hollendinga.“ Þá telur Tómas Ingi að ekki verði erfiðara fyrir fyrirtæki að fá erlend lán þó svo að Icesave verði hafnað. „Peningarnir finna ekki svona lykt eins og af Icesave. Þeir finna bara lykt af því hverjir eru líklegir til að borga,“ segir hann og telur landið ekki í slæmri langtímastöðu með fisk sinn, orku, vatn og öfluga innviði, svo sem góða menntun og annað slíkt. „Þetta eru hlutir sem fjárfestingaraðilar horfa á.“ Sömuleiðis óttast Tómas Ingi ekki að Icesave-deilan skaði samskipti landsins við önnur lönd. „Ég held að menn geri sér svolítið barnalegar hugmyndir um fjandskap og vinsemd þjóða,“ segir hann og bætir við að á stundum geri lönd sig óvinsæl í einhverjum málum. „Það getur gufað upp á ótrúlega skömmum tíma,“ segir hann og áréttar að pólitískar ákvarðanir verði ekki grundvallaðar á vinsældum eða óvinsældum. „Menn verða að hafa bein í nefinu til að vera óvinsælir. Við vorum ekkert vinsælir þegar við vorum að færa út fiskveiðilögsöguna. Þá var okkur úthúðað alls staðar og svo tóku aðrar þjóðir þetta upp.“ Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Sjá meira
Tómas Ingi Olrich, fyrrum þingmaður, ráðherra og sendiherra, segir of mikið gert úr skaðlegum áhrifum þess að hafa Icesave-deiluna óleysta. Þjóðin sé beitt þrýstingi til að greiða kröfur sem henni beri ekki lagaskylda til að greiða. „Til hvers í ósköpunum vorum við að ganga í EES þegar menn eru bara beittir þrýstingi þegar á reynir?“ spyr hann og veltir fyrir sér hvaða skilaboð það séu til annarra landa að smáþjóð þurfi að sætta sig við að ekki sé sýnt fram á lagaskyldu hennar til að gangast undir miklar skuldbindingar, nóg sé að beita hana þrýstingi. Tómas Ingi bendir á að fjölmörg ríki séu nú í þörf fyrir mikið lánsfé. Aukin eftirspurn geri svo að lántökur verði dýrari, það komi Icesave ekkert við. „Íslendingar eru í sömu sporum og aðrir sem eru mjög skuldugir,“ segir hann og bendir á að bæði Portúgalar og Írar kvarti undan þeim lánakjörum sem þeim bjóðist. Þá sé ríkissjóður stórskuldugur og orkufyrirtæki berjist í bökkum. „Ætti að vera sérstök ástæða til að vilja lána til Íslands?“ spyr hann og telur að gangist þjóðin við nýjum Icesave-samningi ætti að verða ennþá meiri tregða til að lána hingað peninga, því þar með hafi verið aukið á skuldir ríkisins. „Eina óvissan sem aflétt yrði er fyrir ríkissjóði Breta og Hollendinga.“ Þá telur Tómas Ingi að ekki verði erfiðara fyrir fyrirtæki að fá erlend lán þó svo að Icesave verði hafnað. „Peningarnir finna ekki svona lykt eins og af Icesave. Þeir finna bara lykt af því hverjir eru líklegir til að borga,“ segir hann og telur landið ekki í slæmri langtímastöðu með fisk sinn, orku, vatn og öfluga innviði, svo sem góða menntun og annað slíkt. „Þetta eru hlutir sem fjárfestingaraðilar horfa á.“ Sömuleiðis óttast Tómas Ingi ekki að Icesave-deilan skaði samskipti landsins við önnur lönd. „Ég held að menn geri sér svolítið barnalegar hugmyndir um fjandskap og vinsemd þjóða,“ segir hann og bætir við að á stundum geri lönd sig óvinsæl í einhverjum málum. „Það getur gufað upp á ótrúlega skömmum tíma,“ segir hann og áréttar að pólitískar ákvarðanir verði ekki grundvallaðar á vinsældum eða óvinsældum. „Menn verða að hafa bein í nefinu til að vera óvinsælir. Við vorum ekkert vinsælir þegar við vorum að færa út fiskveiðilögsöguna. Þá var okkur úthúðað alls staðar og svo tóku aðrar þjóðir þetta upp.“
Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Sjá meira