Fá bætur vegna samráðs 30. mars 2011 05:00 Myndin er úr safni. Verið er að leggja lokahönd á samninga á milli þriggja olíufélaga og hátt í 100 einstaklinga sem lögðu fram kvartanir til Neytendasamtakanna (NS) þegar samkeppnisyfirvöld afhjúpuðu níu ára langt verðsamráð fyrirtækjanna árið 2005. NS ákváðu í janúar árið 2005 að höfða mál fyrir hönd neytenda sem skiluðu inn nótum sem sönnuðu viðskipti þeirra við olíufélögin Esso, Olís og Skeljung. Á þeim tíma voru ekki komin fram lög um hópmálsóknir og því hefur málið verið látið liggja í sex ár. Jóhannes Gunnarsson, formaður NS, segir að málinu sé að ljúka. „Þetta hefur dregist, því miður. En ég vona að þessu ljúki á allra næstu dögum. Málið vannst á sínum tíma og það liggur fyrir að fólkið fær bætur.“ Hann vill ekki tjá sig efnislega um innihald samninganna fyrr en búið er að ganga frá þeim að fullu. Lögfræðistofa Reykjavíkur er með umboð fyrir mál einstaklinganna og er hvert og eitt mál metið stakt. Peningabætur fara eftir umfangi þeirra gagna sem skilað var til NS. Árið 2007 var Ker hf., sem áður átti Esso, dæmt til að greiða Sigurði Hreinssyni, trésmið frá Húsavík, 15 þúsund krónur í bætur með vöxtum. Málið byggði hann á bensínnótum frá árunum 1995 til 2001. Hann krafði Ker um 180 þúsund krónur vegna bensíns sem hann hafði keypt hjá Esso á því tímabili, þar sem sannað var að olíufélögin höfðu með sér samráð. Mál Sigurðar er eina klára fordæmið sem liggur fyrir í málinu. Hann safnaði afar samviskusamlega saman öllum bensínnótum sem hann fékk á því tímabili sem verðsamráðið átti sér stað og keypti bensín fyrir um það bil tvær milljónir króna. Miðað við mál trésmiðsins frá Húsavík verða bæturnar sem þessir hundrað einstaklingar munu fá því líklega ekki háar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu þeir aðilar sem Lögfræðistofa Reykjavíkur er með umboð fyrir fá greiddar bæturnar með dráttarvöxtum sem reiknast frá því tímabili sem nóturnar segja til um. Einungis á eftir að ganga að fullu frá samningum við eitt olíufyrirtæki. - sv Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Verið er að leggja lokahönd á samninga á milli þriggja olíufélaga og hátt í 100 einstaklinga sem lögðu fram kvartanir til Neytendasamtakanna (NS) þegar samkeppnisyfirvöld afhjúpuðu níu ára langt verðsamráð fyrirtækjanna árið 2005. NS ákváðu í janúar árið 2005 að höfða mál fyrir hönd neytenda sem skiluðu inn nótum sem sönnuðu viðskipti þeirra við olíufélögin Esso, Olís og Skeljung. Á þeim tíma voru ekki komin fram lög um hópmálsóknir og því hefur málið verið látið liggja í sex ár. Jóhannes Gunnarsson, formaður NS, segir að málinu sé að ljúka. „Þetta hefur dregist, því miður. En ég vona að þessu ljúki á allra næstu dögum. Málið vannst á sínum tíma og það liggur fyrir að fólkið fær bætur.“ Hann vill ekki tjá sig efnislega um innihald samninganna fyrr en búið er að ganga frá þeim að fullu. Lögfræðistofa Reykjavíkur er með umboð fyrir mál einstaklinganna og er hvert og eitt mál metið stakt. Peningabætur fara eftir umfangi þeirra gagna sem skilað var til NS. Árið 2007 var Ker hf., sem áður átti Esso, dæmt til að greiða Sigurði Hreinssyni, trésmið frá Húsavík, 15 þúsund krónur í bætur með vöxtum. Málið byggði hann á bensínnótum frá árunum 1995 til 2001. Hann krafði Ker um 180 þúsund krónur vegna bensíns sem hann hafði keypt hjá Esso á því tímabili, þar sem sannað var að olíufélögin höfðu með sér samráð. Mál Sigurðar er eina klára fordæmið sem liggur fyrir í málinu. Hann safnaði afar samviskusamlega saman öllum bensínnótum sem hann fékk á því tímabili sem verðsamráðið átti sér stað og keypti bensín fyrir um það bil tvær milljónir króna. Miðað við mál trésmiðsins frá Húsavík verða bæturnar sem þessir hundrað einstaklingar munu fá því líklega ekki háar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu þeir aðilar sem Lögfræðistofa Reykjavíkur er með umboð fyrir fá greiddar bæturnar með dráttarvöxtum sem reiknast frá því tímabili sem nóturnar segja til um. Einungis á eftir að ganga að fullu frá samningum við eitt olíufyrirtæki. - sv
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira