Innlent

Smyglaði ítrekað eiturlyfjum og sterum

Kannabis Maðurinn var einnig ákærður fyrir kannabisræktun á Seltjarnarnesi.
Kannabis Maðurinn var einnig ákærður fyrir kannabisræktun á Seltjarnarnesi.
Karlmaður á fimmtugsaldri og kona á þrítugsaldri hafa verið ákærð fyrir stórfellt fíkniefnabrot, auk fleiri brota.

Manninum er gefið að sök að hafa 19. nóvember 2009 fjármagnað og staðið að innflutningi á 318 grömmum af kókaíni frá Bandaríkjunum til Íslands um Keflavíkurflugvöll. Efnið var ætlað til söludreifingar í ágóðaskyni. Þegar efnið var komið til landsins drýgði maðurinn hluta þess með íblöndunarefni og hafði í vörslu sinni rúm 482 grömm af kókaíni, að hluta til í sölu- og dreifingarskyni, auk 341 gramms af amfetamíni og 0,5 gramma af tóbaksblönduðu kannabisefni.

Konan er ákærð fyrir að hafa verið í vitorði með manninum hvað varðaði vörslu efnanna í sölu- og dreifingarskyni.

Þá er maðurinn ákærður fyrir að hafa árið 2008 staðið að innflutningi á 145 grömmum af kókaíni og miklu magni af sterum. Hann faldi kókaínið og steralyfin í ferðatöskum og sendi með fraktflugi frá Amsterdam til Íslands þar sem tollverðir fundu fíkniefnin og steralyfin við leit.

Í annað skipti var hann tekinn með stera við komuna frá Hollandi. Þá er hann ákærður um kannabisræktun, ítrekaðan vímuefnaakstur og vörslu fíkniefna.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×