Fólk hamstrar vatn úr búðum í Tókýó 24. mars 2011 04:00 Biðjast afsökunar Yfirmenn kjarnorkuversins í Fukushima hneigðu sig djúpt að japönskum sið þegar þeir heimsóttu fólk sem þurfti að rýma íbúðir sínar vegna geislavirkni. fréttablaðið/AP „Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Toru Kikutaka, verslunarmaður í Tókýó, þar sem verslunarhillur með vatnsflöskum tæmdust nánast á augabragði eftir að borgarstjórinn sagði geislamengun hafa mælst í kranavatni borgarinnar. Geislavirknin í vatninu er það mikil að ekki er óhætt að gefa það ungbörnum. Hins vegar er hún ekki svo mikil að eldri börn og fullorðið fólk geti ekki drukkið það sér að skaðlausu. Geislamengunin hefur þegar haft áhrif á efnahagslíf Japans. Stjórnvöld í Hong Kong skýrðu í gær frá því að öllum innflutningi á matvælum frá fimm héruðum Japans, sem harðast urðu úti, verði hætt. Bandaríkin hafa sömuleiðis hætt innflutningi á sumum vörutegundum. Tala látinna vegna hamfaranna í Japan hefur hækkað jafnt og þétt nánast daglega undanfarið. Lögreglan í Japan hafði í gær fengið staðfestar upplýsingar um nærri 9.500 dauðsföll af völdum hamfaranna í landinu. Að auki var nærri sextán þúsund manns saknað. Reikna má með að þessar tölur skarist eitthvað því erfiðlega hefur gengið að bera kennsl á margar þeirra líkamsleifa sem fundist hafa. Kjarnorkuslysið í Fukushima hefur strax haft nokkur áhrif á framtíð kjarnorkunýtingar á Vesturlöndum. Ítalir hafa frestað um eitt ár öllum áformum um að hefja á ný rekstur kjarnorkuvera, en þeir lögðu alla slíka starfsemi niður fyrir tuttugu árum vegna jarðskjálftahættu. Þá hefur þýska stjórnin lýst því yfir að áformum um að leggja niður öll kjarnorkuver í landinu verði nú hraðað mjög, en áður hafði verið tekin ákvörðun um að leggja þau niður smám saman á næstu 25 árum.- gb Jarðskjálfti í Japan Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
„Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Toru Kikutaka, verslunarmaður í Tókýó, þar sem verslunarhillur með vatnsflöskum tæmdust nánast á augabragði eftir að borgarstjórinn sagði geislamengun hafa mælst í kranavatni borgarinnar. Geislavirknin í vatninu er það mikil að ekki er óhætt að gefa það ungbörnum. Hins vegar er hún ekki svo mikil að eldri börn og fullorðið fólk geti ekki drukkið það sér að skaðlausu. Geislamengunin hefur þegar haft áhrif á efnahagslíf Japans. Stjórnvöld í Hong Kong skýrðu í gær frá því að öllum innflutningi á matvælum frá fimm héruðum Japans, sem harðast urðu úti, verði hætt. Bandaríkin hafa sömuleiðis hætt innflutningi á sumum vörutegundum. Tala látinna vegna hamfaranna í Japan hefur hækkað jafnt og þétt nánast daglega undanfarið. Lögreglan í Japan hafði í gær fengið staðfestar upplýsingar um nærri 9.500 dauðsföll af völdum hamfaranna í landinu. Að auki var nærri sextán þúsund manns saknað. Reikna má með að þessar tölur skarist eitthvað því erfiðlega hefur gengið að bera kennsl á margar þeirra líkamsleifa sem fundist hafa. Kjarnorkuslysið í Fukushima hefur strax haft nokkur áhrif á framtíð kjarnorkunýtingar á Vesturlöndum. Ítalir hafa frestað um eitt ár öllum áformum um að hefja á ný rekstur kjarnorkuvera, en þeir lögðu alla slíka starfsemi niður fyrir tuttugu árum vegna jarðskjálftahættu. Þá hefur þýska stjórnin lýst því yfir að áformum um að leggja niður öll kjarnorkuver í landinu verði nú hraðað mjög, en áður hafði verið tekin ákvörðun um að leggja þau niður smám saman á næstu 25 árum.- gb
Jarðskjálfti í Japan Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira