Pabbi fór á kostum 23. mars 2011 16:33 Guðrún Ásmundsdóttir. Þótt tæplega hálf öld sé liðin síðan leikkonan góðkunna Guðrún Ásmundsdóttir fermdist man hún ferminguna eins og hún hafi gerst í gær. „Þá fylgdi því mikill kostnaður að fermast. Fermingarkyrtlar stóðu ekki til boða svo saumaðir voru á okkur stelpurnar glæsilegir hvítir fermingarkjólar, næstum eins og brúðarkjólar, og ekki nóg með það heldur var keyptur kjóll til að klæðast eftir ferminguna í veisluna og kápa. Ég man að ég var alveg í rusli því ég var alin upp af einstæðum föður, Ásmundi Gestssyni og vissi ekki hvernig átti að útskýra þetta fyrirkomulag fyrir honum," segir hún kíminn og bætir við að til allrar hamingju hafi móðursystir hennar komið til hjálpar. „Hún sagði: Ásmundur, nú ætla ég með stelpuna að kaupa þetta allt saman," rifjar Guðrún upp og var faðir hennar ekki lengi að samþykkja það, feginn að losna við rausið í dóttur sinni.Systkinin Guðrún og Páll ásamt föður sínum Ásmundi daginn sem Guðrún fermdist.Úr varð að keyptur var kjóll og kápa með mjóu mitti og víðu pilsi eins og var þá í tísku. „Ég vissi að kápan myndi sveiflast skemmtilega, þannig að þegar ég fór fyrst í henni í heimsókn sveiflaði ég henni og hrinti óvart borði um koll," segir hún og hlær. Móðursystir Guðrúnar og faðir buðu í fermingarveislu að Aðalstræti í Reykjavík. Þangað mættu vinir og vandamenn og þar á meðal gítarkennari Guðrúnar, ungur myndarlegur piltur sem hún hafði augastað á. „Pabbi bað hann um að spila á harmonikku í veislunni og mér var því mjög í mun að fjölskyldan kæmi vel fyrir. Heldurðu að pabbi hafi þá ekki mætt í öfugum frakka og farið með heila Íslendingasögu fyrir gestina," segir hún og kveðst enn heyra að faðir hennar hafi vakið mikla lukku. „Sem sagt hjá öllum öðrum en dóttur sinni." - rve Fermingar Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Þótt tæplega hálf öld sé liðin síðan leikkonan góðkunna Guðrún Ásmundsdóttir fermdist man hún ferminguna eins og hún hafi gerst í gær. „Þá fylgdi því mikill kostnaður að fermast. Fermingarkyrtlar stóðu ekki til boða svo saumaðir voru á okkur stelpurnar glæsilegir hvítir fermingarkjólar, næstum eins og brúðarkjólar, og ekki nóg með það heldur var keyptur kjóll til að klæðast eftir ferminguna í veisluna og kápa. Ég man að ég var alveg í rusli því ég var alin upp af einstæðum föður, Ásmundi Gestssyni og vissi ekki hvernig átti að útskýra þetta fyrirkomulag fyrir honum," segir hún kíminn og bætir við að til allrar hamingju hafi móðursystir hennar komið til hjálpar. „Hún sagði: Ásmundur, nú ætla ég með stelpuna að kaupa þetta allt saman," rifjar Guðrún upp og var faðir hennar ekki lengi að samþykkja það, feginn að losna við rausið í dóttur sinni.Systkinin Guðrún og Páll ásamt föður sínum Ásmundi daginn sem Guðrún fermdist.Úr varð að keyptur var kjóll og kápa með mjóu mitti og víðu pilsi eins og var þá í tísku. „Ég vissi að kápan myndi sveiflast skemmtilega, þannig að þegar ég fór fyrst í henni í heimsókn sveiflaði ég henni og hrinti óvart borði um koll," segir hún og hlær. Móðursystir Guðrúnar og faðir buðu í fermingarveislu að Aðalstræti í Reykjavík. Þangað mættu vinir og vandamenn og þar á meðal gítarkennari Guðrúnar, ungur myndarlegur piltur sem hún hafði augastað á. „Pabbi bað hann um að spila á harmonikku í veislunni og mér var því mjög í mun að fjölskyldan kæmi vel fyrir. Heldurðu að pabbi hafi þá ekki mætt í öfugum frakka og farið með heila Íslendingasögu fyrir gestina," segir hún og kveðst enn heyra að faðir hennar hafi vakið mikla lukku. „Sem sagt hjá öllum öðrum en dóttur sinni." - rve
Fermingar Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira