Pabbi fór á kostum 23. mars 2011 16:33 Guðrún Ásmundsdóttir. Þótt tæplega hálf öld sé liðin síðan leikkonan góðkunna Guðrún Ásmundsdóttir fermdist man hún ferminguna eins og hún hafi gerst í gær. „Þá fylgdi því mikill kostnaður að fermast. Fermingarkyrtlar stóðu ekki til boða svo saumaðir voru á okkur stelpurnar glæsilegir hvítir fermingarkjólar, næstum eins og brúðarkjólar, og ekki nóg með það heldur var keyptur kjóll til að klæðast eftir ferminguna í veisluna og kápa. Ég man að ég var alveg í rusli því ég var alin upp af einstæðum föður, Ásmundi Gestssyni og vissi ekki hvernig átti að útskýra þetta fyrirkomulag fyrir honum," segir hún kíminn og bætir við að til allrar hamingju hafi móðursystir hennar komið til hjálpar. „Hún sagði: Ásmundur, nú ætla ég með stelpuna að kaupa þetta allt saman," rifjar Guðrún upp og var faðir hennar ekki lengi að samþykkja það, feginn að losna við rausið í dóttur sinni.Systkinin Guðrún og Páll ásamt föður sínum Ásmundi daginn sem Guðrún fermdist.Úr varð að keyptur var kjóll og kápa með mjóu mitti og víðu pilsi eins og var þá í tísku. „Ég vissi að kápan myndi sveiflast skemmtilega, þannig að þegar ég fór fyrst í henni í heimsókn sveiflaði ég henni og hrinti óvart borði um koll," segir hún og hlær. Móðursystir Guðrúnar og faðir buðu í fermingarveislu að Aðalstræti í Reykjavík. Þangað mættu vinir og vandamenn og þar á meðal gítarkennari Guðrúnar, ungur myndarlegur piltur sem hún hafði augastað á. „Pabbi bað hann um að spila á harmonikku í veislunni og mér var því mjög í mun að fjölskyldan kæmi vel fyrir. Heldurðu að pabbi hafi þá ekki mætt í öfugum frakka og farið með heila Íslendingasögu fyrir gestina," segir hún og kveðst enn heyra að faðir hennar hafi vakið mikla lukku. „Sem sagt hjá öllum öðrum en dóttur sinni." - rve Fermingar Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
Þótt tæplega hálf öld sé liðin síðan leikkonan góðkunna Guðrún Ásmundsdóttir fermdist man hún ferminguna eins og hún hafi gerst í gær. „Þá fylgdi því mikill kostnaður að fermast. Fermingarkyrtlar stóðu ekki til boða svo saumaðir voru á okkur stelpurnar glæsilegir hvítir fermingarkjólar, næstum eins og brúðarkjólar, og ekki nóg með það heldur var keyptur kjóll til að klæðast eftir ferminguna í veisluna og kápa. Ég man að ég var alveg í rusli því ég var alin upp af einstæðum föður, Ásmundi Gestssyni og vissi ekki hvernig átti að útskýra þetta fyrirkomulag fyrir honum," segir hún kíminn og bætir við að til allrar hamingju hafi móðursystir hennar komið til hjálpar. „Hún sagði: Ásmundur, nú ætla ég með stelpuna að kaupa þetta allt saman," rifjar Guðrún upp og var faðir hennar ekki lengi að samþykkja það, feginn að losna við rausið í dóttur sinni.Systkinin Guðrún og Páll ásamt föður sínum Ásmundi daginn sem Guðrún fermdist.Úr varð að keyptur var kjóll og kápa með mjóu mitti og víðu pilsi eins og var þá í tísku. „Ég vissi að kápan myndi sveiflast skemmtilega, þannig að þegar ég fór fyrst í henni í heimsókn sveiflaði ég henni og hrinti óvart borði um koll," segir hún og hlær. Móðursystir Guðrúnar og faðir buðu í fermingarveislu að Aðalstræti í Reykjavík. Þangað mættu vinir og vandamenn og þar á meðal gítarkennari Guðrúnar, ungur myndarlegur piltur sem hún hafði augastað á. „Pabbi bað hann um að spila á harmonikku í veislunni og mér var því mjög í mun að fjölskyldan kæmi vel fyrir. Heldurðu að pabbi hafi þá ekki mætt í öfugum frakka og farið með heila Íslendingasögu fyrir gestina," segir hún og kveðst enn heyra að faðir hennar hafi vakið mikla lukku. „Sem sagt hjá öllum öðrum en dóttur sinni." - rve
Fermingar Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira