Bara einn fermingardagur 23. mars 2011 16:33 Valgerður Halldórsdóttir er framkvæmdastjóri Félagsráðgjafafélags Íslands. Fréttablaðið/Valli Deilur fráskilinna foreldra skyldu ætíð látnar lönd og leið á fermingardegi barna og gleði fá í staðinn stærstan sess. „Aðeins einn dagur í ævi barns heitir fermingardagur. Því þurfa foreldrar að hafa hagsmuni barns síns að leiðarljósi og setja eigin ágreining til hliðar, sé hann til staðar. Við getum haldið mörg jól og farið í mörg sumarfrí, en hvaða sögu viljum við að barn okkar segi af fermingardegi sínum? Minningarnar munu lifa og því skal hafa í huga að deilur foreldra bitna mest á börnunum,“ segir Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Félags stjúpfjölskyldna, spurð um heillaráð til handa foreldrum barna sem eiga tvö heimili. „Stundum er í góðu lagi að halda tvær fermingarveislur, sé samkomulag um það, en æskilegt er að foreldrar geti staðið saman á þessum degi í lífi barnsins. Foreldrar þurfa að vera börnum sínum góð fyrirmynd því deilur fylgja kynslóð eftir kynslóð, og því þroskamerki að geta brotið odd af oflæti sínu til að ná samkomulagi um að halda skemmtilegt boð,“ segir Valgerður og útskýrir að foreldrum beri einnig að hugsa til framtíðar því börn þeirra eigi eftir að gifta sig og eignast fjölskyldu. „Ætla þeir þá ekki að mæta í brúðkaup barna sinna eða skírn barnabarna af því fyrrverandi maki verður þar líka? Hversu lengi ætla þeir að láta börn sín líða fyrir ágreininginn? Stundum þarf að setja punkt og vinna úr samskiptavandanum ef ekki á að smita komandi kynslóðir, og ef við treystum okkur ekki til að haga okkur eins og manneskjur í einn dag þurfum við að endurskoða margt í sjálfum okkur,“ segir Valgerður, sem ráðleggur fólki að setja sig í spor hins aðilans þegar leysa á deilur. „Gæta þarf þess að vera ekki eigingjarn þegar ákveða á hverjum og hversu mörgum á að bjóða. Ef fólk upplifir ákveðna samkeppni er skynsamlegt að nýi makinn sýni foreldrunum stuðning og gefi þeim það pláss sem þau þurfa, því fleiri tækifæri munu gefast síðar á lífsleiðinni til að sýna velvilja og stuðning,“ segir Valgerður og leggur einnig áherslu á samráð um fermingargjafir. „Fermingargjafir eru eign barnsins sem það á að geta tekið milli heimila að vild, sem og fermingarföt sín og fleira,“ segir Valgerður, sem bendir á þriðja aðila, eins og vin, skynsaman fjölskyldumeðlim eða félagsráðgjafa, ef samráð gengur illa. „Ferming er einstakur atburður og góð skilaboð til barns ef foreldrar geta gefið barninu gjöf saman. Auðvitað mega stjúpforeldrar vera með í gjöfinni, en líka er gott að þeir gefi sér gjöf og skapi sér þannig sérstöðu. Í sameiginlegri gjöf felast skilaboð um að mamma og pabbi séu tilbúin að standa með barni sínu þegar þarf á að halda; alveg sama hvernig hjónabandi þeirra var háttað. Börnum er nauðsynlegt að finna þetta bakland, því baklandið gliðnar oft með tilkomu stjúpfjölskyldna, jafnvel þótt fjölskyldumeðlimum fjölgi.“ -þlg Fermingar Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Deilur fráskilinna foreldra skyldu ætíð látnar lönd og leið á fermingardegi barna og gleði fá í staðinn stærstan sess. „Aðeins einn dagur í ævi barns heitir fermingardagur. Því þurfa foreldrar að hafa hagsmuni barns síns að leiðarljósi og setja eigin ágreining til hliðar, sé hann til staðar. Við getum haldið mörg jól og farið í mörg sumarfrí, en hvaða sögu viljum við að barn okkar segi af fermingardegi sínum? Minningarnar munu lifa og því skal hafa í huga að deilur foreldra bitna mest á börnunum,“ segir Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Félags stjúpfjölskyldna, spurð um heillaráð til handa foreldrum barna sem eiga tvö heimili. „Stundum er í góðu lagi að halda tvær fermingarveislur, sé samkomulag um það, en æskilegt er að foreldrar geti staðið saman á þessum degi í lífi barnsins. Foreldrar þurfa að vera börnum sínum góð fyrirmynd því deilur fylgja kynslóð eftir kynslóð, og því þroskamerki að geta brotið odd af oflæti sínu til að ná samkomulagi um að halda skemmtilegt boð,“ segir Valgerður og útskýrir að foreldrum beri einnig að hugsa til framtíðar því börn þeirra eigi eftir að gifta sig og eignast fjölskyldu. „Ætla þeir þá ekki að mæta í brúðkaup barna sinna eða skírn barnabarna af því fyrrverandi maki verður þar líka? Hversu lengi ætla þeir að láta börn sín líða fyrir ágreininginn? Stundum þarf að setja punkt og vinna úr samskiptavandanum ef ekki á að smita komandi kynslóðir, og ef við treystum okkur ekki til að haga okkur eins og manneskjur í einn dag þurfum við að endurskoða margt í sjálfum okkur,“ segir Valgerður, sem ráðleggur fólki að setja sig í spor hins aðilans þegar leysa á deilur. „Gæta þarf þess að vera ekki eigingjarn þegar ákveða á hverjum og hversu mörgum á að bjóða. Ef fólk upplifir ákveðna samkeppni er skynsamlegt að nýi makinn sýni foreldrunum stuðning og gefi þeim það pláss sem þau þurfa, því fleiri tækifæri munu gefast síðar á lífsleiðinni til að sýna velvilja og stuðning,“ segir Valgerður og leggur einnig áherslu á samráð um fermingargjafir. „Fermingargjafir eru eign barnsins sem það á að geta tekið milli heimila að vild, sem og fermingarföt sín og fleira,“ segir Valgerður, sem bendir á þriðja aðila, eins og vin, skynsaman fjölskyldumeðlim eða félagsráðgjafa, ef samráð gengur illa. „Ferming er einstakur atburður og góð skilaboð til barns ef foreldrar geta gefið barninu gjöf saman. Auðvitað mega stjúpforeldrar vera með í gjöfinni, en líka er gott að þeir gefi sér gjöf og skapi sér þannig sérstöðu. Í sameiginlegri gjöf felast skilaboð um að mamma og pabbi séu tilbúin að standa með barni sínu þegar þarf á að halda; alveg sama hvernig hjónabandi þeirra var háttað. Börnum er nauðsynlegt að finna þetta bakland, því baklandið gliðnar oft með tilkomu stjúpfjölskyldna, jafnvel þótt fjölskyldumeðlimum fjölgi.“ -þlg
Fermingar Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira