Upplifði ævintýri í Ameríku 23. mars 2011 16:33 Feðgarnir Alexander og SIgmar á góðri stundu í Yaxha í Gvatemala. Hákarlar og píramídar eru á meðal þess sem rak á fjörur Alexanders Sigmarssonar þegar hann ferðaðist nýlega um Mið-Ameríku. „Þetta var rosalega skemmtilegt, alveg eins og ég bjóst við," segir Alexander Sigmarsson, fjórtán ára, sem ákvað að verja fermingarpeningunum sínum í ævintýraferð um Mið-Ameríku á síðasta ári. Með í för var faðir hans Sigmar Alexandersson. Ferðin hófst í New York og þaðan lá leiðin til Hondúras, með viðkomu í Mexíkó og Gvatemala. Ævintýrið byrjaði af alvöru þegar til Gvatemala var komið en þá skildi tímabundið leiðir þeirra feðga.Feðgarnir skelltu sér í siglingu umhverfis eyna Caye Caulker fyrir utan Belís.„Í bænum Flores skellti ég mér í spænskuskóla sem gerði kröfu um að ég byggi hjá spænskumælandi fjölskyldu til að ná betri tökum á málinu. Á meðan varð pabbi að búa annars staðar," rifjar Alexander upp og viðurkennir að tungumálaörðugleikar hafi valdið vandkvæðum í fyrstu, sem hafi skánað eftir því sem spænskukunnáttan jókst. Feðgarnir vörðu áramótunum í Flores og segir Alexander það hafa komið á óvart hve flugeldaglaðir íbúarnir voru. „Þeir sprengdu alveg jafn mikið og við Íslendingar. Helsti munurinn var sá að minna var um ljós en meira um hvelli."Alexander ferðaðist með bát á hverjum degi í skólann.Fleira skemmtilegt gerðu feðgarnir sér til dægrastyttingar og er heimsókn til Yaxha í Gvatemala Alexander sérlega minnisstæð. „Þar skoðuðum við vandlega fornminjar frá tímum Maja alveg óáreittir og þannig gat ég prílað upp píramída án þess að vera skammaður." Hann segir ferðalagið því ekki síður hafa verið lærdómsríkt en skemmtilegt og telur Mið-Ameríku af þeim og fleiri sökum vera spennandi áfangastað sem jafnaldrar hans ættu að skoða. „Þetta er fyrir þá sem vilja upplifa öðruvísi ferðalag."- rveÍ bænum Tulum í Mexíkó.Í Yaxha gafst Alexander færi að skoða rústir frá tímum Maja.Fáir ferðamenn eru á sveimi í Yaxha, sem Alexander finnst gott.Forvitinn hákarl hjá eynni San Pedro. Fermingar Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Hákarlar og píramídar eru á meðal þess sem rak á fjörur Alexanders Sigmarssonar þegar hann ferðaðist nýlega um Mið-Ameríku. „Þetta var rosalega skemmtilegt, alveg eins og ég bjóst við," segir Alexander Sigmarsson, fjórtán ára, sem ákvað að verja fermingarpeningunum sínum í ævintýraferð um Mið-Ameríku á síðasta ári. Með í för var faðir hans Sigmar Alexandersson. Ferðin hófst í New York og þaðan lá leiðin til Hondúras, með viðkomu í Mexíkó og Gvatemala. Ævintýrið byrjaði af alvöru þegar til Gvatemala var komið en þá skildi tímabundið leiðir þeirra feðga.Feðgarnir skelltu sér í siglingu umhverfis eyna Caye Caulker fyrir utan Belís.„Í bænum Flores skellti ég mér í spænskuskóla sem gerði kröfu um að ég byggi hjá spænskumælandi fjölskyldu til að ná betri tökum á málinu. Á meðan varð pabbi að búa annars staðar," rifjar Alexander upp og viðurkennir að tungumálaörðugleikar hafi valdið vandkvæðum í fyrstu, sem hafi skánað eftir því sem spænskukunnáttan jókst. Feðgarnir vörðu áramótunum í Flores og segir Alexander það hafa komið á óvart hve flugeldaglaðir íbúarnir voru. „Þeir sprengdu alveg jafn mikið og við Íslendingar. Helsti munurinn var sá að minna var um ljós en meira um hvelli."Alexander ferðaðist með bát á hverjum degi í skólann.Fleira skemmtilegt gerðu feðgarnir sér til dægrastyttingar og er heimsókn til Yaxha í Gvatemala Alexander sérlega minnisstæð. „Þar skoðuðum við vandlega fornminjar frá tímum Maja alveg óáreittir og þannig gat ég prílað upp píramída án þess að vera skammaður." Hann segir ferðalagið því ekki síður hafa verið lærdómsríkt en skemmtilegt og telur Mið-Ameríku af þeim og fleiri sökum vera spennandi áfangastað sem jafnaldrar hans ættu að skoða. „Þetta er fyrir þá sem vilja upplifa öðruvísi ferðalag."- rveÍ bænum Tulum í Mexíkó.Í Yaxha gafst Alexander færi að skoða rústir frá tímum Maja.Fáir ferðamenn eru á sveimi í Yaxha, sem Alexander finnst gott.Forvitinn hákarl hjá eynni San Pedro.
Fermingar Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira