Var höfðinu hærri en flestir 23. mars 2011 16:34 Magni fermdist í Bakkagerðiskirkju á Borgarfirði eystri vorið 1992. „Það er ekki séns að þú fáir fermingarmynd af mér. Ég held ég sé búinn að eyða öllum eintökunum enda leit ég út eins og fífl á þessum aldri," eru fyrstu viðbrögð Magna Ásgeirssonar tónlistarmanns við beiðni um viðtal. Þegar því hefur verið kyngt er honum ekkert að vanbúnaði að leysa frá skjóðunni. „Ég fermdist í Bakkagerðiskirkju á Borgarfirði eystri vorið 1992 og var höfðinu hærri en flestir við altarið. Við vorum sex sem fermdumst saman sem þótti stór hópur á þessum stað. Í árgangnum á undan var reyndar einum fleiri en bekkurinn á eftir hét Sveinn." „Þetta var indælis tími," segir Magni spurður um fermingarundirbúninginn. „Presturinn, Sverrir Haraldsson, var yndislegur maður og konan hans ekki síðri, hún Sigríður Eyjólfsdóttir eða Sigga prestsins, eins og við kölluðum hana. Það var einhver heilagleiki yfir henni líka. Þau hjón bjuggu í miðju þorpinu og manni leið vel í návist þeirra." Fermingardagurinn sjálfur er Magna í fersku minni. „Þetta var ánægjuleg athöfn og fermingarveislur á eftir úti um allan bæ. Ég og frændi minn sem ólumst upp saman héldum veislu í félagsheimilinu og vorum í samstæðum jökkum, rauðum bleiserum, ansi reffilegir. Ég fékk þarna fyrsta míkrófóninn minn og líka fyrsta gítarinn. Þá gat ég hætt að misþyrma stóra tólf strengja gítarnum hennar mömmu." - gun Fermingar Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
„Það er ekki séns að þú fáir fermingarmynd af mér. Ég held ég sé búinn að eyða öllum eintökunum enda leit ég út eins og fífl á þessum aldri," eru fyrstu viðbrögð Magna Ásgeirssonar tónlistarmanns við beiðni um viðtal. Þegar því hefur verið kyngt er honum ekkert að vanbúnaði að leysa frá skjóðunni. „Ég fermdist í Bakkagerðiskirkju á Borgarfirði eystri vorið 1992 og var höfðinu hærri en flestir við altarið. Við vorum sex sem fermdumst saman sem þótti stór hópur á þessum stað. Í árgangnum á undan var reyndar einum fleiri en bekkurinn á eftir hét Sveinn." „Þetta var indælis tími," segir Magni spurður um fermingarundirbúninginn. „Presturinn, Sverrir Haraldsson, var yndislegur maður og konan hans ekki síðri, hún Sigríður Eyjólfsdóttir eða Sigga prestsins, eins og við kölluðum hana. Það var einhver heilagleiki yfir henni líka. Þau hjón bjuggu í miðju þorpinu og manni leið vel í návist þeirra." Fermingardagurinn sjálfur er Magna í fersku minni. „Þetta var ánægjuleg athöfn og fermingarveislur á eftir úti um allan bæ. Ég og frændi minn sem ólumst upp saman héldum veislu í félagsheimilinu og vorum í samstæðum jökkum, rauðum bleiserum, ansi reffilegir. Ég fékk þarna fyrsta míkrófóninn minn og líka fyrsta gítarinn. Þá gat ég hætt að misþyrma stóra tólf strengja gítarnum hennar mömmu." - gun
Fermingar Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira