Mennirnir á svarta bílnum ekki hættir 18. mars 2011 07:00 Skuggalegir Mennirnir hafa gert mörg barnanna mjög hrædd með hátterni sínu, hvort sem þeir hafa raunverulega eitthvað illt í hyggju eða ekki. Myndin er úr safni.Fréttablaðið/heiða Björgvin Björgvinsson Tveir menn á svörtum bíl reyndu að lokka tvo drengi upp í bílinn í Engjahverfi í Grafarvogi á miðvikudag. Staðgengill skólastjóra í Engjaskóla sendi foreldrum nemenda tilkynningu um þetta í gær og bað þá um að vera vel á varðbergi. Þetta er í fjórða sinn sem tilkynnt er um menn á svörtum bíl sem reyna að lokka börn til sín inn í bílinn með ýmsum gylliboðum. Fyrstu tilvikin voru í Hafnarfirði og Garðabæ í síðustu viku. Lýsingarnar á þeim atvikum voru svipaðar. Í bæði skiptin var um tvo unga menn að ræða sem buðu börnunum sælgæti, leikföng og „flottar fótboltavörur“ gegn því að þau kæmu inn í bílinn. Lýsingarnar þóttu nægilega áþekkar til að draga mætti þá ályktun að sennilega væri um sömu menn að ræða. Ekkert barnanna þáði boðið. Fyrir réttri viku virðist sem mennirnir hafi aftur verið á ferð við Húsaskóla í Grafarvogi. Aðstoðarskólastjórinn sendi foreldrum þá tilkynningu um málið. Í henni kom fram að tveir menn á svörtum bíl hefðu boðið dreng inn í bílinn að skoða Legókubba. Annar mannanna var sagður með yfirvaraskegg og mjóan hökutopp. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið sé í alla staði mjög óvenjulegt. Nánast algilt sé að menn sem hyggjast níðast á börnum athafni sig einir og beini auk þess athygli sinni nær alltaf að einu barni, en ekki mörgum í einu eins og raunin hefur verið í sumum þessara tilfella. Af þessum sökum sé lögreglan tvístígandi, þótt hún taki málið mjög alvarlega. Björgvin segir að í ljósi þessa sé ekki hægt að útiloka að mennirnir geri sér þetta að leik og séu í raun alls engir barnaníðingar. En hvað ef í ljós kæmi að mennirnir væru að gera að gamni sínu? Hvernig tæki lögreglan á því? „Við myndum taka mjög fast á því,“ segir Björgvin, jafnvel þótt ekki væri endilega hægt að refsa þeim fyrir þá háttsemi lögum samkvæmt. „Börnin sofa sum órólega eftir þetta og eru mjög hrædd þannig að þetta er auðvitað alls ekkert grín,“ segir hann. Fleiri atvik, óskyld þessum, þar sem menn reyna að lokka börn í bíla, hafa komið inn á borð lögreglu að undanförnu. Á einu þeirra hefur fengist eðlileg skýring.- sh Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Björgvin Björgvinsson Tveir menn á svörtum bíl reyndu að lokka tvo drengi upp í bílinn í Engjahverfi í Grafarvogi á miðvikudag. Staðgengill skólastjóra í Engjaskóla sendi foreldrum nemenda tilkynningu um þetta í gær og bað þá um að vera vel á varðbergi. Þetta er í fjórða sinn sem tilkynnt er um menn á svörtum bíl sem reyna að lokka börn til sín inn í bílinn með ýmsum gylliboðum. Fyrstu tilvikin voru í Hafnarfirði og Garðabæ í síðustu viku. Lýsingarnar á þeim atvikum voru svipaðar. Í bæði skiptin var um tvo unga menn að ræða sem buðu börnunum sælgæti, leikföng og „flottar fótboltavörur“ gegn því að þau kæmu inn í bílinn. Lýsingarnar þóttu nægilega áþekkar til að draga mætti þá ályktun að sennilega væri um sömu menn að ræða. Ekkert barnanna þáði boðið. Fyrir réttri viku virðist sem mennirnir hafi aftur verið á ferð við Húsaskóla í Grafarvogi. Aðstoðarskólastjórinn sendi foreldrum þá tilkynningu um málið. Í henni kom fram að tveir menn á svörtum bíl hefðu boðið dreng inn í bílinn að skoða Legókubba. Annar mannanna var sagður með yfirvaraskegg og mjóan hökutopp. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið sé í alla staði mjög óvenjulegt. Nánast algilt sé að menn sem hyggjast níðast á börnum athafni sig einir og beini auk þess athygli sinni nær alltaf að einu barni, en ekki mörgum í einu eins og raunin hefur verið í sumum þessara tilfella. Af þessum sökum sé lögreglan tvístígandi, þótt hún taki málið mjög alvarlega. Björgvin segir að í ljósi þessa sé ekki hægt að útiloka að mennirnir geri sér þetta að leik og séu í raun alls engir barnaníðingar. En hvað ef í ljós kæmi að mennirnir væru að gera að gamni sínu? Hvernig tæki lögreglan á því? „Við myndum taka mjög fast á því,“ segir Björgvin, jafnvel þótt ekki væri endilega hægt að refsa þeim fyrir þá háttsemi lögum samkvæmt. „Börnin sofa sum órólega eftir þetta og eru mjög hrædd þannig að þetta er auðvitað alls ekkert grín,“ segir hann. Fleiri atvik, óskyld þessum, þar sem menn reyna að lokka börn í bíla, hafa komið inn á borð lögreglu að undanförnu. Á einu þeirra hefur fengist eðlileg skýring.- sh
Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira