Innlent

42 fyrirlestrar á fjórum tímum

Háskólinn í Reykjavík (HR) heldur sitt árlega fyrirlestramaraþon í dag á milli klukkan 12.30 og 16.30.

Vísinda- og fræðimenn HR flytja 42 fyrirlestra og verður hver þeirra um tíu mínútur að lengd. Á meðal þess sem fjallað verður um eru lagalegar afleiðingar synjunar Icesave-laga, vandamálið við að finna ástina og hvernig hagfræðin getur hjálpað þar, sjálfbærar samgöngur og jarðskjálftinn í Japan. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×