Innlent

Plast breitt yfir ótímabær hraðaskilti

Skilti í biðstöðu Merki um að ekki gildi lengur 30 kílómetra hámarkshraði hefur verið sett upp á mótum Óslands og Bústaðavegar en hámarkshraðinn í Óslandi er þó enn 50 kílómetrar á klukkustund.Fréttablaðið/GVA
Skilti í biðstöðu Merki um að ekki gildi lengur 30 kílómetra hámarkshraði hefur verið sett upp á mótum Óslands og Bústaðavegar en hámarkshraðinn í Óslandi er þó enn 50 kílómetrar á klukkustund.Fréttablaðið/GVA
Skilti um hámarkshraða sem sett voru upp fyrr í vetur við nokkrar götur eru enn hulin með plasti. Að sögn Stefáns Finnssonar, yfirverkfræðings hjá umhverfis- og samgöngusviði, er ástæðan sú að formleg skilyrði fyrir breyttum hámarkshraða hafa ekki verið uppfyllt.

Verið er að lækka hámarkshraðann í viðkomandi safngötum í íbúðarhverfum úr 50 kílómetrum á klukkstund í 30 kílómetra líkt og þróunin hefur verið í borginni síðustu tíu árin. Breitt hefur verið plast yfir skiltin því formlegu auglýsingaferli í samráði við lögreglu er ekki lokið.

„Þetta hefur nú venjulega verið þannig að skiltin hafa verið sett upp þegar búið er að auglýsa en nú gerðu menn þetta þannig að setja upp skiltin og breiða yfir þau. Það hefur vakið svolitla athygli,“ segir Stefán, sem kveðst ekki vita hvenær áðurnefndu ferli ljúki svo hægt verði að afhjúpa skiltin.

„Vonandi verður það fljótlega,“ segir hann.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×