Innlent

Rangt að ESB-reglugerð nýtist í aðildarviðræðum

Sjávarútvegur Ráðuneytið gaf í gær yfirlýsingu til að mótmæla fréttum um að ný reglugerð ESB styrkti samningsstöðu Íslands í aðildarviðræðum. Fréttablaðið/GVA
Sjávarútvegur Ráðuneytið gaf í gær yfirlýsingu til að mótmæla fréttum um að ný reglugerð ESB styrkti samningsstöðu Íslands í aðildarviðræðum. Fréttablaðið/GVA
Sjávarútvegsráðuneytið segir að ákvæði í nýrri reglugerð ESB þar sem einstökum aðildarríkjum er heimilað að ákveða leyfilegt aflahámark fiskistofna feli í sér takmarkaða undanþágu frá meginreglum ESB.

Ráðuneytið mótmælir fréttum af því að þessi ESB-reglugerð styðji við samningskröfur Íslands í aðildarviðræðum við ESB eins og fram kom í fréttum Fréttablaðsins í síðustu viku.

Í yfirlýsingu ráðuneytisins af þessu tilefni segir að reglugerðarheimildin sé meðal annars háð því að í hlut eigi óverulegir hagsmunir. Það eigi ekki við um botnfiskafla við Ísland, hvort sem litið sé til íslenskra hagsmuna eða heildarhagsmuna sjávarútvegs í Evrópu. Þá hafi ESB aðeins heimilað beitingu þessa ákvæðis í sex tilvikum þar sem heildarveiði úr hverjum stofni sé innan við 5.000 tonn á ári. Eins sé beiting heimildarinnar háð því að ekki hafi legið fyrir vísindaleg ráðgjöf um nýtingu stofnsins, sem ekki eigi við um veiði í íslenskri lögsögu.

Heimildin hafi verið innleidd í tilraunaskyni og sé háð því að farið sé að lögum og reglum ESB að öðru leyti. Eins nefnir ráðuneytið að umsókn Íslands um aðild að ESB sé bundin því skilyrði að Ísland haldi fullveldisrétti í 200 mílna lögsögu.

- pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×