Innlent

Yuriy Kuzubov fékk flest stig

Skákmeistarar Yuriy Kuzubov, Jan Ludvig Hammer, og Christin Andersson ásamt Degi B. Eggertssyni, formanni borgarráðs, og Gunnari Björnssyni, forseta Skáksambands Íslands.Fréttablaðið/Stefán
Skákmeistarar Yuriy Kuzubov, Jan Ludvig Hammer, og Christin Andersson ásamt Degi B. Eggertssyni, formanni borgarráðs, og Gunnari Björnssyni, forseta Skáksambands Íslands.Fréttablaðið/Stefán
Sex skákmenn voru efstir og jafnir með sjö vinninga úr níu umferðum þegar MP Reykjavíkurskákmótinu lauk í gærkvöldi. Það voru þeir Yuriy Kuzubov, Ilya Nyzhnik og Vladmir Baklan frá Úkraínu, Pólverjinn Kamil Miton, Bosníumaðurinn Ivan Sokolov og Norðmaðurinn Jan Ludvig Hammer.

Kuzobov varð stigahæstur keppenda á mótinu, Hammer varð Norðurlandameistari karla í skák og hin sænska Christin Andersson varð Norðurlandameistari kvenna.

Efstur Íslendinga á mótinu varð Hannes Hlífar Stefánsson, sem lenti í 7. til 17. sæti, hálfum vinningi á eftir efstu mönnum, en hann hefur sigrað á þessu móti síðustu þrjú ár.

Bragi Þorfinnsson og Guðmundur Gíslason voru báðir með sex vinninga. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×