Innlent

Öryggisþjónusta Mubaraks lögð niður

umbætur Borgarar hafa gert áhlaup á húsnæði öryggisþjónustunnar síðustu daga og reynt að bjarga sönnunargögnum um brot stofnunarinnar. Fréttablaðið/AP
umbætur Borgarar hafa gert áhlaup á húsnæði öryggisþjónustunnar síðustu daga og reynt að bjarga sönnunargögnum um brot stofnunarinnar. Fréttablaðið/AP
Innanríkisráðherra Egyptalands leysti í gær upp hinar illræmdu öryggissveitir Mubaraks. sem voru þekktar fyrir ofbeldi og mannréttindabrot.

Í stað hennar verður skipuð ný þjóðaröryggisstofnun sem mun hafa umsjón með öryggismálum innanlands og berjast gegn hryðjuverkastarfsemi „í samræmi við stjórnarskrá og mannréttindasjónarmið“, eins og sagði í yfirlýsingu ráðherrans.

Öryggissveitir Mubaraks voru helsta vopn hins brottrekna forseta á þeim nær 30 árum sem hann réði ríkjum. Með þeim gat hann fylgst með og barið niður allt andóf gegn stjórn hans. Eitt af helstu baráttumálum uppreisnarmanna á Tahrir-torgi var að þessar sveitir yrðu lagðar niður.

Mubarak var settur af þann 11. febrúar síðastliðinn, en allt síðan þá hafa leiðtogar andófshreyfingarinnar haldið því fram að öryggisþjónustan hafi unnið gegn lýðræðisumbótum í landinu.

Samkvæmt tilkynningu ráðherrans munu starfsmenn stofnunarinnar verða skipaðir á næstu dögum. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×