Innlent

Bólusetningar barna tefjast

Bólusetning gegn eyrnabólgu mun tefjast um nokkra mánuði vegna kærumáls eftir útboð.

Tvö fyrirtæki tóku þátt í útboði um verkefnið og fyrirtækið sem ekki hlaut það kærði. Útboðið verður því endurtekið.

Álfheiður Ingadóttir spurði Guðbjart Hannesson velferðarráðherra út í málið á Alþingi í gær. Hún segir töfina geta orðið dýrkeypta því hámarksárangur af bólusetningu næst aðeins ef börn eru bólusett við þriggja mánaða aldur.

Vonast er til að hægt verði að bólusetja öll börn sem fæðast á árinu en tafirnar munu hafa mest áhrif á börn fædd frá ársbyrjun til marsloka.- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×