Innlent

Icesave kosning - vísað á vef Alþingis um upplýsingar

Innanríkisráðuneytið auglýsti í gær þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave sem fram fer laugardaginn 9. apríl.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst miðvikudaginn 16. mars. Í auglýsingunni er upplýst hvernig spurt verður í atkvæðagreiðslunni og vakin athygli á því að á heimasíðu Alþingis, althingi.is, sé að finna öll skjöl er varða meðferð Icesave-frumvarpsins á þinginu.

Icesave-lögin, sem Alþingi samþykkti 16. febrúar en forsetinn synjaði staðfestingar, verða send kjósendum auk kynningarefnis.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×