Óli Stef.: Nú erum við með forskotið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. mars 2011 06:00 Ólafur Stefánsson lætur ekki sitt eftir liggja í átakinu Mottumars. Fréttablaðið/Pjetur „Nú er að duga eða drepast. Þetta er þannig leikur fyrir okkur," sagði landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson um leik Íslands og Þýskalands í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM 2012 sem haldið verður í Serbíu í janúar næstkomandi. Þar sem að Ísland tapaði fyrir Austurríki í sömu keppni í haust er ljóst að það er hörð samkeppni hjá þessum þremur liðum um efstu tvö sætin í riðlinum og þar með þátttökurétt í lokakeppninni. Það er þó enn nóg af stigum eftir í pottinum en alls á Ísland fjóra leiki eftir. En möguleikar strákanna okkar á að komast til Serbíu minnka óneitanlega mikið ef leikurinn í kvöld tapast. „Best væri að vinna báða leikina en hörmung að tapa þeim báðum," sagði Ólafur. „Við fengum lítinn tíma til að undirbúa okkur fyrir þennan leik og gera það sem þarf að gera. Við þurfum að ná ákveðnum þáttum fram í okkar leik og kemur ekkert annað til greina en að gera það á þessum tveimur dögum." Íslenska og þýska liðið þekkjast mjög vel en þau hafa þrisvar mæst síðan um áramótin. Fyrst í tveimur æfingaleikjum hér heima og svo aftur í milliriðlakeppninni á HM í Svíþjóð. Strákarnir unnu báða æfingaleikina en töpuðu svo eftirminnilega fyrir Þjóðverjum í Svíþjóð. Þeir höfðu unnið alla sína leiki í keppninni fram að því en töpuðu svo öllum sínum leikjum í kjölfarið. „Það er ljóst að við getum lagað margt úr þeim leik," sagði Ólafur um tapleikinn. „Við höfum treyst á ákveðin fræði í okkar leik og það var ekki það sem fór úrskeiðis í þeim leik. Við höldum í okkar fræði og trúum á það sem við höfum verið að gera. Það var fyrst og fremst einbeitingin sem klikkaði í þeim leik og þurfum við að laga það." Þjóðverjar nálguðust leikinn á mjög skynsaman mátaog fundu árangursríkar lausnir gegn íslenska varnarleiknum. Þeir höfðu greinilega nýtt sér æfingaleikina hér heima skömmu fyrir mót vel. „Það er ef til vill ákveðið forskot að mæta sama andstæðingi aftur eftir tapleik með ákveðna áætlun í huga. Þegar maður tapar leik skoðar maður hvað fór úrskeðis og kemur með svör. En nú erum við með þetta forskot. Í Svíþjóð héldum við að allt sem við gerðum hér heima myndi duga aftur til sigurs en þá náðu þeir að finna réttu svörin. Það er okkar að svara fyrir tapið núna." Enginn efast um hversu mikilvægur hlekkur Ólafur hefur verið í íslenska landsliðinu en meiðsli settu strik í reikninginn og hann gat ekki beitt sér af fullum krafti þegar mest á reyndi. Hann náði sér því ekki á strik í Svíþjóð. „Ég sagði fyrir mót að mitt hlutverk væri að finna mitt hlutverk," sagði Ólafur spurður um hvort að hann hafi tekið sér tíma til að greina frammistöðu sína í Svíþjóð. „Ég held að það hafi verið rétt en að ég hafi metið það rangt hvert mitt hlutverk væri." „Meiðslin eru ytri afsökun sem ég get leyft mér að nota en þau voru vissulega aðeins að trufla mig. En ég held að ég hafi dregið mig aðeins meira til baka en ég hefði átt að gera. Lexi [Alexander Petersson] var að koma sterkur upp enda í hörkuformi. En ég veit að ég nýtist öðrum betur ef ég er góður. Það hjálpar bæði miðjumönnum og skyttunum hinum megin. Það er því mikilvægt að ég sé góður, þó svo að Lexi sé þarna líka." Hann segist ekki ætla skipta sér af því hvernig Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari muni stilla upp sínu liði í kvöld. „Mér finnst það sterkast þegar að Lexi spilar sem bakvörður í vörninni og er í horninu í sókninni. Kannski byrjar hann samt í skyttunn í kvöld – ég veit það ekki. En ég ætla að reyna að spóla þetta í gang – vera svolítið graður og ákveðinn." Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Róbert sér ekki eftir því að hafa farið til Löwen Róbert Gunnarsson hefur ekki fengið að spila jafn mikið með Rhein-Neckar Löwen á leiktíðinni í þýsku úrvalsdeildinni eins og hann vonaðist til. 9. mars 2011 16:00 Strákarnir okkar taka þátt í Mottumars Það verður væntanlega þýskt yfirbragð á strákunum okkar í Höllinni í kvöld er þeir taka á móti Þýskalandi í undankeppni EM. 9. mars 2011 17:30 Guðmundur: Við erum með svör Ísland á harma að efna þegar að strákarnir okkar mæta Þýskalandi í undankeppni EM 2012 í kvöld. 9. mars 2011 13:00 Akureyringarnir upp í stúku í kvöld Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur valið liðið sitt fyrir kvöldið þegar strákarnir okkar spila gríðarlega mikilvægan leik við Þjóðverja í undankeppni EM í Laugardalshöllinni. Það verða Akureyringarnir Sveinbjörn Pétursson og Oddur Gretarsson sem verða upp í stúku í kvöld. 9. mars 2011 12:20 Róbert: Gummi ekki sami maður á báðum stöðum Róbert Gunnarsson er í þeirri sérstöku stöðu að landsliðsþjálfarinn hans er einnig þjálfari félagsliðsins þar sem hann spilar. 9. mars 2011 10:15 Bara 300 miðar eftir - hver að verða síðastur Það eru bara 300 miðar eftir á leik Íslands og Þýskalands í Laugardalshöllinni í kvöld þegar liðin mætast í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM. 9. mars 2011 12:32 Guðmundur: Leikur sem við verðum að vinna Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari á von á erfiðum leik gegn Þýskalandi í Laugardalshöllinni í kvöld. 9. mars 2011 07:30 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
„Nú er að duga eða drepast. Þetta er þannig leikur fyrir okkur," sagði landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson um leik Íslands og Þýskalands í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM 2012 sem haldið verður í Serbíu í janúar næstkomandi. Þar sem að Ísland tapaði fyrir Austurríki í sömu keppni í haust er ljóst að það er hörð samkeppni hjá þessum þremur liðum um efstu tvö sætin í riðlinum og þar með þátttökurétt í lokakeppninni. Það er þó enn nóg af stigum eftir í pottinum en alls á Ísland fjóra leiki eftir. En möguleikar strákanna okkar á að komast til Serbíu minnka óneitanlega mikið ef leikurinn í kvöld tapast. „Best væri að vinna báða leikina en hörmung að tapa þeim báðum," sagði Ólafur. „Við fengum lítinn tíma til að undirbúa okkur fyrir þennan leik og gera það sem þarf að gera. Við þurfum að ná ákveðnum þáttum fram í okkar leik og kemur ekkert annað til greina en að gera það á þessum tveimur dögum." Íslenska og þýska liðið þekkjast mjög vel en þau hafa þrisvar mæst síðan um áramótin. Fyrst í tveimur æfingaleikjum hér heima og svo aftur í milliriðlakeppninni á HM í Svíþjóð. Strákarnir unnu báða æfingaleikina en töpuðu svo eftirminnilega fyrir Þjóðverjum í Svíþjóð. Þeir höfðu unnið alla sína leiki í keppninni fram að því en töpuðu svo öllum sínum leikjum í kjölfarið. „Það er ljóst að við getum lagað margt úr þeim leik," sagði Ólafur um tapleikinn. „Við höfum treyst á ákveðin fræði í okkar leik og það var ekki það sem fór úrskeiðis í þeim leik. Við höldum í okkar fræði og trúum á það sem við höfum verið að gera. Það var fyrst og fremst einbeitingin sem klikkaði í þeim leik og þurfum við að laga það." Þjóðverjar nálguðust leikinn á mjög skynsaman mátaog fundu árangursríkar lausnir gegn íslenska varnarleiknum. Þeir höfðu greinilega nýtt sér æfingaleikina hér heima skömmu fyrir mót vel. „Það er ef til vill ákveðið forskot að mæta sama andstæðingi aftur eftir tapleik með ákveðna áætlun í huga. Þegar maður tapar leik skoðar maður hvað fór úrskeðis og kemur með svör. En nú erum við með þetta forskot. Í Svíþjóð héldum við að allt sem við gerðum hér heima myndi duga aftur til sigurs en þá náðu þeir að finna réttu svörin. Það er okkar að svara fyrir tapið núna." Enginn efast um hversu mikilvægur hlekkur Ólafur hefur verið í íslenska landsliðinu en meiðsli settu strik í reikninginn og hann gat ekki beitt sér af fullum krafti þegar mest á reyndi. Hann náði sér því ekki á strik í Svíþjóð. „Ég sagði fyrir mót að mitt hlutverk væri að finna mitt hlutverk," sagði Ólafur spurður um hvort að hann hafi tekið sér tíma til að greina frammistöðu sína í Svíþjóð. „Ég held að það hafi verið rétt en að ég hafi metið það rangt hvert mitt hlutverk væri." „Meiðslin eru ytri afsökun sem ég get leyft mér að nota en þau voru vissulega aðeins að trufla mig. En ég held að ég hafi dregið mig aðeins meira til baka en ég hefði átt að gera. Lexi [Alexander Petersson] var að koma sterkur upp enda í hörkuformi. En ég veit að ég nýtist öðrum betur ef ég er góður. Það hjálpar bæði miðjumönnum og skyttunum hinum megin. Það er því mikilvægt að ég sé góður, þó svo að Lexi sé þarna líka." Hann segist ekki ætla skipta sér af því hvernig Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari muni stilla upp sínu liði í kvöld. „Mér finnst það sterkast þegar að Lexi spilar sem bakvörður í vörninni og er í horninu í sókninni. Kannski byrjar hann samt í skyttunn í kvöld – ég veit það ekki. En ég ætla að reyna að spóla þetta í gang – vera svolítið graður og ákveðinn."
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Róbert sér ekki eftir því að hafa farið til Löwen Róbert Gunnarsson hefur ekki fengið að spila jafn mikið með Rhein-Neckar Löwen á leiktíðinni í þýsku úrvalsdeildinni eins og hann vonaðist til. 9. mars 2011 16:00 Strákarnir okkar taka þátt í Mottumars Það verður væntanlega þýskt yfirbragð á strákunum okkar í Höllinni í kvöld er þeir taka á móti Þýskalandi í undankeppni EM. 9. mars 2011 17:30 Guðmundur: Við erum með svör Ísland á harma að efna þegar að strákarnir okkar mæta Þýskalandi í undankeppni EM 2012 í kvöld. 9. mars 2011 13:00 Akureyringarnir upp í stúku í kvöld Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur valið liðið sitt fyrir kvöldið þegar strákarnir okkar spila gríðarlega mikilvægan leik við Þjóðverja í undankeppni EM í Laugardalshöllinni. Það verða Akureyringarnir Sveinbjörn Pétursson og Oddur Gretarsson sem verða upp í stúku í kvöld. 9. mars 2011 12:20 Róbert: Gummi ekki sami maður á báðum stöðum Róbert Gunnarsson er í þeirri sérstöku stöðu að landsliðsþjálfarinn hans er einnig þjálfari félagsliðsins þar sem hann spilar. 9. mars 2011 10:15 Bara 300 miðar eftir - hver að verða síðastur Það eru bara 300 miðar eftir á leik Íslands og Þýskalands í Laugardalshöllinni í kvöld þegar liðin mætast í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM. 9. mars 2011 12:32 Guðmundur: Leikur sem við verðum að vinna Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari á von á erfiðum leik gegn Þýskalandi í Laugardalshöllinni í kvöld. 9. mars 2011 07:30 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Róbert sér ekki eftir því að hafa farið til Löwen Róbert Gunnarsson hefur ekki fengið að spila jafn mikið með Rhein-Neckar Löwen á leiktíðinni í þýsku úrvalsdeildinni eins og hann vonaðist til. 9. mars 2011 16:00
Strákarnir okkar taka þátt í Mottumars Það verður væntanlega þýskt yfirbragð á strákunum okkar í Höllinni í kvöld er þeir taka á móti Þýskalandi í undankeppni EM. 9. mars 2011 17:30
Guðmundur: Við erum með svör Ísland á harma að efna þegar að strákarnir okkar mæta Þýskalandi í undankeppni EM 2012 í kvöld. 9. mars 2011 13:00
Akureyringarnir upp í stúku í kvöld Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur valið liðið sitt fyrir kvöldið þegar strákarnir okkar spila gríðarlega mikilvægan leik við Þjóðverja í undankeppni EM í Laugardalshöllinni. Það verða Akureyringarnir Sveinbjörn Pétursson og Oddur Gretarsson sem verða upp í stúku í kvöld. 9. mars 2011 12:20
Róbert: Gummi ekki sami maður á báðum stöðum Róbert Gunnarsson er í þeirri sérstöku stöðu að landsliðsþjálfarinn hans er einnig þjálfari félagsliðsins þar sem hann spilar. 9. mars 2011 10:15
Bara 300 miðar eftir - hver að verða síðastur Það eru bara 300 miðar eftir á leik Íslands og Þýskalands í Laugardalshöllinni í kvöld þegar liðin mætast í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM. 9. mars 2011 12:32
Guðmundur: Leikur sem við verðum að vinna Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari á von á erfiðum leik gegn Þýskalandi í Laugardalshöllinni í kvöld. 9. mars 2011 07:30
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti