Innlent

Grameðlan er ofmetið rándýr

Grameðlan, Tyrannosaurus Rex, var mögulega ekki ógnvænlegt rándýr sem veiddi aðeins stærstu dýr síns tíma, eins og hingað til hefur verið talið.

Nýlegar rannsóknir á steingervingum í Montana í Bandaríkjunum gefa til kynna að þar sem svo mikill fjöldi þeirrar tegundar hefur fundist á afmörkuðu svæði, hafi grameðlan lagt sig eftir alls konar bráð og jafnvel hræjum.

„Þetta segir okkur að grameðlan var ekki eins og blettatígur eða ljón, heldur líkari hýenu,” segir John Horner steingervingafræðingur. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×