Ekki hróflað við áfengiskaupaaldri 26. febrúar 2011 07:00 Í ríkinu Áfram þarf fólk að hafa náð tuttugu ára aldri til að mega kaupa sér vín.fréttablaðið/pjetur Í bígerð er að breyta lögum um verslun með áfengi og tóbak og leggja fram nýja áfengisstefnu stjórnvalda. Undirbúningur er á lokastigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er, að svo stöddu, hvorki áformað að heimila áfengisauglýsingar né lækka áfengiskaupaaldurinn. Ráðist er í lagabreytinguna og mótun nýrrar áfengisstefnu að undangenginni vinnu starfshóps fjármálaráðherra um heildarendurskoðun áfengislöggjafarinnar. Starfshópurinn skilaði skýrslu fyrir rúmu ári. Helstu niðurstöður hans voru að gildandi löggjöf og markmið hennar endurspegluðu ekki framkvæmd og viðhorf til áfengismála. Í skýrslunni kom fram að í áfengisstefnu stjórnvalda hefði almennt verið miðað við að draga ætti úr neyslu áfengis. Taldi hópurinn svo víðtækt markmið óheppilegt og ekki í góðu samræmi við framkvæmd áfengismála. Á Norðurlöndunum væri stefnan fyrst og fremst að draga úr skaðlegri neyslu áfengis. Var mælt með að sú stefna yrði mörkuð hér. Starfshópurinn taldi þörf á endurskoðun áfengiskaupaaldursins í samræmi við önnur réttindi. Í skýrslu hans sagði meðal annars að svo virtist sem foreldrar veigruðu sér við að banna áfengisneyslu eftir átján ára aldur og að samfélagið virtist hafa samþykkt að í lagi væri að neyta áfengis við þau aldursmörk þótt lög kvæðu á um annað. Hvað sem því og öðru liði hnigju einnig rök til þess að halda í núverandi fyrirkomulag. Ef ætlunin væri að halda í núverandi aldur þyrfti að samræma lögræðisaldur og leyfilegan aldur inn á vínveitingastaði við áfengiskaupaaldur. Að mati starfshópsins er óraunhæft að ætla að hægt sé að koma algjörlega í veg fyrir auglýsingar áfengis. Lagði hann til að heimila bæri slíkar auglýsingar með miklum takmörkunum. Slíkt væri í samræmi við reglur flestra Norðurlandaþjóðanna og gerði eftirlit skilvirkara og eyddi réttaróvissu. Starfshópurinn taldi enn fremur óæskilegt að afnema einkasölu ríkisins á smásölu áfengis; þvert á móti ætti að styrkja stöðu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Í bígerð er að breyta lögum um verslun með áfengi og tóbak og leggja fram nýja áfengisstefnu stjórnvalda. Undirbúningur er á lokastigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er, að svo stöddu, hvorki áformað að heimila áfengisauglýsingar né lækka áfengiskaupaaldurinn. Ráðist er í lagabreytinguna og mótun nýrrar áfengisstefnu að undangenginni vinnu starfshóps fjármálaráðherra um heildarendurskoðun áfengislöggjafarinnar. Starfshópurinn skilaði skýrslu fyrir rúmu ári. Helstu niðurstöður hans voru að gildandi löggjöf og markmið hennar endurspegluðu ekki framkvæmd og viðhorf til áfengismála. Í skýrslunni kom fram að í áfengisstefnu stjórnvalda hefði almennt verið miðað við að draga ætti úr neyslu áfengis. Taldi hópurinn svo víðtækt markmið óheppilegt og ekki í góðu samræmi við framkvæmd áfengismála. Á Norðurlöndunum væri stefnan fyrst og fremst að draga úr skaðlegri neyslu áfengis. Var mælt með að sú stefna yrði mörkuð hér. Starfshópurinn taldi þörf á endurskoðun áfengiskaupaaldursins í samræmi við önnur réttindi. Í skýrslu hans sagði meðal annars að svo virtist sem foreldrar veigruðu sér við að banna áfengisneyslu eftir átján ára aldur og að samfélagið virtist hafa samþykkt að í lagi væri að neyta áfengis við þau aldursmörk þótt lög kvæðu á um annað. Hvað sem því og öðru liði hnigju einnig rök til þess að halda í núverandi fyrirkomulag. Ef ætlunin væri að halda í núverandi aldur þyrfti að samræma lögræðisaldur og leyfilegan aldur inn á vínveitingastaði við áfengiskaupaaldur. Að mati starfshópsins er óraunhæft að ætla að hægt sé að koma algjörlega í veg fyrir auglýsingar áfengis. Lagði hann til að heimila bæri slíkar auglýsingar með miklum takmörkunum. Slíkt væri í samræmi við reglur flestra Norðurlandaþjóðanna og gerði eftirlit skilvirkara og eyddi réttaróvissu. Starfshópurinn taldi enn fremur óæskilegt að afnema einkasölu ríkisins á smásölu áfengis; þvert á móti ætti að styrkja stöðu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira