Einkarekstrarformið dautt í bili segir BVS 26. febrúar 2011 06:00 Árbót í aðaldal Bragi telur að samningarnir við Árbót og Torfastaði hafi skapað fordæmi í máli Götusmiðjunnar sem erfitt hefði verið fyrir Barnaverndarstofu að hunsa. Bragi Guðbrandsson „Ég held að í ljósi þessarar skýrslu þá sé þetta einkarekstrarform dautt í bili,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um harðorða skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því á fimmtudag. Í skýrslunni er sjónum einkum beint að svokölluðu Árbótarmáli og 30 milljóna bótagreiðsla til eigenda heimilisins, sem þáverandi félags- og fjármálaráðherra ákváðu, sögð hafa gengið í gegn án nokkurrar lagaskyldu eða málefnalegra röksemda. Þá er einnig vikið að öðrum uppgjörsgreiðslum, til heimilanna Torfastaða og Götusmiðjunnar, sem þó eru sagðar ósambærilegar. Bragi segir að skýrslan sýni að slík óvissa ríki um það hvernig fara skuli með framkvæmd þjónustusamninga um rekstur meðferðarheimila að það sé ekki vinnandi vegur að halda einkarekstrarforminu til streitu án þess að verulegar breytingar verði á. Bragi segist í heildina ánægður með skýrslu Ríkisendurskoðunar. „Því hún tekur í öllum meginatriðum undir þau sjónarmið sem Barnaverndarstofa hefur haldið á lofti í tengslum við þessi starfslok meðferðarheimila í gegnum árin, ekki síst er varðar Árbótarmálið.“ Bragi segir að það sé aðallega afstaða Ríkisendurskoðunar til uppgjörsins við Götusmiðjuna sem veldur honum vonbrigðum. Götusmiðjan fékk um 34 milljóna greiðslu, 14 vegna launa starfsfólks og 20 vegna gamalla skulda. „Það má skilja á skýrslunni að það sé sjónarmið Ríkisendurskoðunar að það hefði átt að rifta samningnum á nokkurra bóta. Það finnst mér fullglannaleg niðurstaða með hliðsjón af því að starfsfólkið hafði ekki aðeins fyrirvaralaust misst atvinnu sína heldur stóð líka frammi fyrir að vera launalaust á uppsagnartíma. Auk þess var alveg fyrirsjáanlegt að hefðum við rift samningi einhliða þá hefðu í því falist málaferli með ófyrirséðri útkomu,“ útskýrir Bragi. Bragi segir að það sé vissulega rétt að stofnað hafi verið til skuldanna sem bættar voru áður en þjónustusamningurinn við Barnaverndarstofu kom til. Hins vegar hafi rót þeirra verið vegna meðferðarúrræða fyrir ungmenni og því þótti ekki forsvaranlegt að keyra forstöðumanninn í þrot. Þar að auki hafi samningar félagsmálaráðuneytisins við Torfastaði og Árbót – en sá samningur var langt kominn þegar samið var við Götusmiðjuna – sett fordæmi sem erfitt var að hunsa. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Bragi Guðbrandsson „Ég held að í ljósi þessarar skýrslu þá sé þetta einkarekstrarform dautt í bili,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um harðorða skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því á fimmtudag. Í skýrslunni er sjónum einkum beint að svokölluðu Árbótarmáli og 30 milljóna bótagreiðsla til eigenda heimilisins, sem þáverandi félags- og fjármálaráðherra ákváðu, sögð hafa gengið í gegn án nokkurrar lagaskyldu eða málefnalegra röksemda. Þá er einnig vikið að öðrum uppgjörsgreiðslum, til heimilanna Torfastaða og Götusmiðjunnar, sem þó eru sagðar ósambærilegar. Bragi segir að skýrslan sýni að slík óvissa ríki um það hvernig fara skuli með framkvæmd þjónustusamninga um rekstur meðferðarheimila að það sé ekki vinnandi vegur að halda einkarekstrarforminu til streitu án þess að verulegar breytingar verði á. Bragi segist í heildina ánægður með skýrslu Ríkisendurskoðunar. „Því hún tekur í öllum meginatriðum undir þau sjónarmið sem Barnaverndarstofa hefur haldið á lofti í tengslum við þessi starfslok meðferðarheimila í gegnum árin, ekki síst er varðar Árbótarmálið.“ Bragi segir að það sé aðallega afstaða Ríkisendurskoðunar til uppgjörsins við Götusmiðjuna sem veldur honum vonbrigðum. Götusmiðjan fékk um 34 milljóna greiðslu, 14 vegna launa starfsfólks og 20 vegna gamalla skulda. „Það má skilja á skýrslunni að það sé sjónarmið Ríkisendurskoðunar að það hefði átt að rifta samningnum á nokkurra bóta. Það finnst mér fullglannaleg niðurstaða með hliðsjón af því að starfsfólkið hafði ekki aðeins fyrirvaralaust misst atvinnu sína heldur stóð líka frammi fyrir að vera launalaust á uppsagnartíma. Auk þess var alveg fyrirsjáanlegt að hefðum við rift samningi einhliða þá hefðu í því falist málaferli með ófyrirséðri útkomu,“ útskýrir Bragi. Bragi segir að það sé vissulega rétt að stofnað hafi verið til skuldanna sem bættar voru áður en þjónustusamningurinn við Barnaverndarstofu kom til. Hins vegar hafi rót þeirra verið vegna meðferðarúrræða fyrir ungmenni og því þótti ekki forsvaranlegt að keyra forstöðumanninn í þrot. Þar að auki hafi samningar félagsmálaráðuneytisins við Torfastaði og Árbót – en sá samningur var langt kominn þegar samið var við Götusmiðjuna – sett fordæmi sem erfitt var að hunsa. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira