Innlent

Segir Sigurði Kára að spyrja forsetann

Bessastaðir
Jóhanna Sigurðardóttir kannast ekki við að hafa hótað forseta Íslands því að segja af sér embætti vegna Icesave-laganna.
Bessastaðir Jóhanna Sigurðardóttir kannast ekki við að hafa hótað forseta Íslands því að segja af sér embætti vegna Icesave-laganna.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þvertekur fyrir að hafa hótað forseta Íslands afsögn sinni eða ríkisstjórnarinnar ef Icesave-lögin yrðu ekki staðfest.

Sigurður Kári Kristjánsdóttir, Sjálfstæðisflokki, gerði þau orð forseta Íslands að umtalsefni á Alþingi í gær að öll spjót stæðu á forsetanum; ráðherrar hótuðu afsögn sinni eða ríkisstjórnarinnar yrðu lögin ekki staðfest.

Sigurður Kári sagðist trúa því að forseti Íslands gæfi ekki slíkar yfirlýsingar að tilefnislausu, með þessu hlyti hann að vísa til orða forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar og krefði Jóhönnu svara þar að lútandi. Jóhanna sagði af og frá að hún hefði hótað forsetanum í þessa veru og hvatti Sigurð Kára að fara til Bessastaða að spyrjast fyrir um málið; „því ég hef engar frekari upplýsingar um hvernig forsetinn kemst að þessari niðurstöðu,“ sagði hún.- pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×