Hreinsaðir af grun eftir tveggja ára rannsókn 25. febrúar 2011 06:30 Friðjón færður til yfirheyrslu Einn af þremur sem grunaðir eru um peningaþvætti íhugar að fara í mál vegna fjömiðlaumfjöllunar eftirað hann fékk lausn sinna mála. Fréttablaðið/Pjetur „Þetta mál hefði aldrei átt að koma til enda byggðist það á misskilningi," segir Haraldur I. Þórðarson sem íhugar nú að höfða skaðabótamál eða krefjast rannsóknar á vinnubrögðum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Haraldur var ásamt Friðjóni bróður sínum og þriðja aðila grunaður um auðgunarbrot og brot á lögum um peningaþvætti. Málið kom upp eftir að um 250 milljóna króna millifærslur hjá Friðjóni og vini hans vöktu grunsemdir. Friðjón vann þá hjá fjármálafyrirtækinu Virðingu og átti einkahlutafélag með Haraldi sem var í viðskiptum við Virðingu. Snemma við rannsókn málsins kom í ljós að ekki var tilefni til lögreglurannsóknar. Haraldur telur að verulega hafi verið brotið gegn sér við meðferð ríkislögreglustjóra en honum var ekki gerð grein fyrir meintu sakarefni fyrr en á síðari stigum rannsóknar, sem stóð yfir í rúm tvö ár. Embættið tilkynnti honum bréfleiðis fyrir tæpum hálfum mánuði að rannsókn málsins hefði verið hætt. Það sama á við um aðra í málinu. „Ég hef beðið mikinn skaða af þessu ferli öllu. DV gekk mjög langt í ósmekklegum fullyrðingum í þessu máli og gerði sitt ýtrasta til að draga nafn föður míns heitins inn í málið. Ég íhuga nú að leita réttar míns," segir Haraldur en hann og Friðjón eru synir Þórðar Friðjónssonar, fyrrverandi forstjóra Kauphallarinnar, sem lést fyrir skömmu. - jab Fréttir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
„Þetta mál hefði aldrei átt að koma til enda byggðist það á misskilningi," segir Haraldur I. Þórðarson sem íhugar nú að höfða skaðabótamál eða krefjast rannsóknar á vinnubrögðum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Haraldur var ásamt Friðjóni bróður sínum og þriðja aðila grunaður um auðgunarbrot og brot á lögum um peningaþvætti. Málið kom upp eftir að um 250 milljóna króna millifærslur hjá Friðjóni og vini hans vöktu grunsemdir. Friðjón vann þá hjá fjármálafyrirtækinu Virðingu og átti einkahlutafélag með Haraldi sem var í viðskiptum við Virðingu. Snemma við rannsókn málsins kom í ljós að ekki var tilefni til lögreglurannsóknar. Haraldur telur að verulega hafi verið brotið gegn sér við meðferð ríkislögreglustjóra en honum var ekki gerð grein fyrir meintu sakarefni fyrr en á síðari stigum rannsóknar, sem stóð yfir í rúm tvö ár. Embættið tilkynnti honum bréfleiðis fyrir tæpum hálfum mánuði að rannsókn málsins hefði verið hætt. Það sama á við um aðra í málinu. „Ég hef beðið mikinn skaða af þessu ferli öllu. DV gekk mjög langt í ósmekklegum fullyrðingum í þessu máli og gerði sitt ýtrasta til að draga nafn föður míns heitins inn í málið. Ég íhuga nú að leita réttar míns," segir Haraldur en hann og Friðjón eru synir Þórðar Friðjónssonar, fyrrverandi forstjóra Kauphallarinnar, sem lést fyrir skömmu. - jab
Fréttir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira